Færsluflokkur: Dægurmál

Smá fréttir

Já allt á fullu og ekki tími fyrir neitt annað en lærdóm, en það er gaman að vera í námi. Get ekki sagt annað. Ég er alveg að fíla mig í þessu og er að vinna skýrslu í efnafræði og það er ekki neitt smá verk. Við erum 2 að vinna í þessu og það gengur sæmilega, en við höfum ekki gert svona áður. Þess vegna erum við ekki búnir með hana. En við ætlum að hittast á morgun upp í skóla og reyna að klára málið. Anner er allt gott að frétta, ekki kominn með vinnu með skólanum en það kemur. Ég er búinn með fyrsta stílinn í dönskunni og það gekk fínt, erum með stuðningstíma í dönskunni á föstudögum. Það eru bara Íslendingar í þeim tímum. Svo eru stuðningstímar í stærðfræði og efnafræði á miðviku og fimmtudögum sem er bara fínt. Hægt að nota þá ef að maður þarf á að halda. Mér veitir ekki af því að nota alla hjálp sem hægt er að fá. En ég er sáttur við að vera kominn á skólabekk og þegar ég lík þessum áfanga get ég farið á hvaða tæknifræðinám sem er. Það er bara snilld. Ég er að spá í að fara í framleiðslutæknifræði(produktion ingenør). Á eftir að skoða það betur. Sem sagt kátur sem slátur og engan bilbug á mér að finna.  

Létt rapport í vikulok

Já það er mikið að gera hjá mér í skólanum og ekkert verið að fara rólega af stað. Það er keyrt af fullum krafti og þar er í broddi fylkingar efnafræðikennarinn sem er að klára önnina á mánuði, eða það finnst mér allavega. En það er ekkert skrýtið, vegna þess að hún hefur bara eina önn til að kenna og þarf að koma ákveðnu námsefni á framfæri, væntanlega. Það er alveg rosalega gaman að vera að læra efnafræði,held að það sé í fyrsta skipti á ævinni sem að ég læri hana, og svo er líka stærðfræðin skemmtileg. Raungreinarnar eru að heilla mig meira sem er gott fyrir framhaldið. En ég er líka að læra helling í dönskunni og enskunni, en það er bara allt annað en að ég átti von á. Það er líka gott að læra það. Er að verða sæmilegur í ritmáli á dönsku og svo er líka að síast inn hlustun og skilningur, þarf að vera duglegri að tala, má ekki gleyma því.

En eins og ég segi þá er þetta bara skemmtilegt og ekki komið neitt bakslag eða neitt, er bara að skemmta mér við að læra og það er alveg nýtt fyrir mig.

 


Skólinn ójá skólinn

Það er lítið annað sem kemst að þessa dagana en skóli, skóli skóli og svo læra, læra, læra. Það er mjög strembið að reyna að skilja efnafræði og stærðfræði á dönsku, og enskan er ekki góð hjá kennaranum.  Hún talar mjög óskýrt, og það er líka mikið af tæknimáli, erum að stúdera nanotechnology og slíkt. Það er alveg þrælgaman að lesa og læra þetta. Efnafræðin er erfið og það er líka erfitt að skilja dönskuna hjá kennaranum. Sama á við um dönskuna, erum að lesa um gamla Grikkland 500 f.Kr. og það er bara leiðinlegt að hlusta á kennarann tala og tala, en ekki skilja allt. Þetta er samt allt að koma og er ekki spurning um að ég mn rúlla þessu upp. Það má ekki hugsa öðruvísi. Það er bara að leggja meira á sig á meðan ég er að læra dönskuna alveg. Tel að þetta verði mjög skemmtilegt áfram og verð ég í skólanum á þessari önn fram í lok júni.

Svo er það annað mál. LÍN vill ekki lána 100% lán út á námið. Skólinn sendi bréf til LÍN 2004 þar sem fram kemur að þetta sé fullt nám að mati skólans. LÍN svarar og segir að það sé ekki metið þannig hjá þeim, ef að teknar eru 3 annir, eins og maður hafi val. Ástæðan er sögð vera sú að þetta er ekki einingabært nám, þar sem við erum að taka stúdent. Þá spyr ég, ef að þetta er ekki eininganám, af hverju er LÍN að lána eins og þetta séu 20 ECTS einingar. Ég  er með stundarskrá upp á 37 tíma á viku og ef að það er ekki fullt nám, hvað þá ?? Ég bara spyr. En það er verið að skoða þetta fyrir okkur. Það á eftir að koma í ljós hvað skólinn vill gera í málinu. Gott væri ef að við gætum fengið skólann til að fara með erindi fyrir stjórn LÍN. En það er ekki víst að það gangi. En mér er farið að ganga betur að skilja dönskuna í töluðu máli og þá fer þetta allt að ganga.

Það er gaman að vera í námi og er þetta ein besta ákvörðun sem að ég hef tekið í mínu lífi.


Vá maður, hvað þetta er strembið

Já það má segja að það sé ansi strembið að setjast á skólabekk og fara að læra eftir öll þessi ár, og þar að auki á dönsku. Það er gaman að sitja og hlusta á kennarana vera að ræða hitt og þetta og skilja ekki alveg allt, þurfa að geta í eyðurnar. En við erum 4 Íslendingar þarna og við hjálpumst að við að skilja. Ég hef samt mjög gaman af því að takast á við þetta verkefni og það er mjög krefjandi. Hlakka til að sjá útkomuna í vor, en er kominn með fyrsta prófdaginn, í efnafræði 8. júní. Það verður erfitt en gaman og svo er stærðfræðin latína sem ég þarf að tækla. Danskan og enskan eru líka töff. Var í dönsku í dag í 4 kennslustundir og var verið að ræða um Grikkland á árunum 500 f.kr. og til ca. 300 e. kr. Rosalega var það erfitt, því að maður skildi ekki slatta af því sem fram fór. En það kemur allt og þegar líða fer á önnina verður þetta fínt. Ég get ekki sagt að ég sé að verða fyrir vonbrigðum og það er líka skrýtið að sjá hvað það eru margir Íslendingar í skólanum. Þetta er bara snilld. Læt þetta duga í bili.

Erum við ekki að grínast með þetta ?????

Er kynhneigð fólks farinn að skipta meira máli en annað ? Er ekki verið að setja hana í þetta embætti vegna starfa hennar eða er það bara athyglissýki Íslendinga ? Held ekki, hún er sennilega með mestu reynsluna af þeim sem að koma til greina og ábyggilega sá aðili sem þorir að gera þær breytingar sem þarf að gera. Skil ekki að fréttamennska skuli snúast um þetta og að það sé verið að ýta undir það. Hennar kynhneigð hlýtur að vera hennar einkamál og þetta snýst ekki ( að ég held) um að koma henni í sögubækur eða annað þess háttar. Þá er nú illa komið fyrir henni íslensku þjóð. Svo mörg eru þau orð um þessar fréttir.

 


mbl.is Jóhanna vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námsmaður bloggar :-)

Já nú er hægt að segja með sanni að ég sé orðinn námsmaður, byrjaður í háskólanum. Eða það er að byrja á morgun, búinn að vera í 3ja daga kynningu á námi og skóla og félagslífið er ekki undanskilið.

Það byrjaði sem sagt á þriðjudaginn með pompi og prakt frá kl 9- 15. Síðan er búið að vera að kynna fyrir okkur námsgreinarnar og tölvumálin. Líka verið að segja frá hvernig námið er uppbyggt. Það eru skráðir 7 íslendingar í þessum hópi, en 4 mættir með mér. Hópurinn er um 40 og á öllum aldri(ég ekki elstur) og bara nokkuð góður. Við höfum verið að vinna ýmis verkefni og máttum ekki ráða hvar við sátum, gert til að hrista hópinn saman. Það er fjandi erfitt að skilja suma Dani þegar þeir eru að tala og ég var með tveimur svoleiðis í verkefni um daginn. Það gekk nú samt upp, nema að við vorum of vandvirkir, og því of lengi. Kláruðum ekki verkefnið. Þetta er að leggjast mjög vel í mig og það sem að mér finnst mjög gott er að það er komin stuðningstími í dönsku, fyrir Íslendingana sem eru þarna og það er Íslendingum sem voru á seinustu önn að þakka. Svo er málið að finna sér leið til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni á meðan á náminu stendur og er ekki efst á lista að fá lán á Íslandi, er að kanna með SU eða lán hér í Danmörku og það kemur í ljós fljótlega hvernig það fer. Skil ekki alveg það sem LÍN er að gera, en þeir segja að það sé ekki fullt lán ef að Adgangskursus er tekinn á 1 og 1/2 ári, en skólinn segir að það sé fullt nám. LÍN er að lána 75% fyrir fullt nám og því að snuða námsmenn ef að rétt er. Það á eftir að skýrast líka. Við sem erum að taka þetta á þessum 3 önnum erum að fá fleiri kennslustundir en á ári og því ekki skiljanlegt af hverju verið er að lækka lánshlutfall. Hvað veldur ? Samkvæmt því sem að mér var sagt í dag á að vera klárt samkomulag á milli LÍN og SDU um þetta. 30 ECTS einingar á önn. Það verður gaman að skoða þetta, fæ væntanlega svar á morgun.

En sem sagt er ég lagður af stað í þessa langferð og líst vel á skólann og allt umhverfið í kring um þetta nám.

Mun setja hér inn pælingar sem koma í haus minn á þessari göngu minni ef að einhver vill fylgjast með.

Takk. 


Raunveruleikafirrtir ráðherrar og frúr??

Það er erfitt að vera að standa í mótmælum þegar þeir sem verið er að setja ofan í við eru alveg lokaðir á að það sé verið að tala um þá eða það séu fulltrúar fólksins í landinu sem séu að þessu. Vissulega má segja að það geti gengið of langt í mótmælum og að ekki sé vænlegt til árangurs að skemma eða vera að grýta fólk og hluti. En þegar komið er fram við þá sem segja stopp og vilja breytingar eins og að það séu geðsjúklingar sem ekki séu að tjá vilja þjóðarinnar þá brestur öll skynsemi. Það er eitthvað mikið að í þjóðfélaginu þegar ekki má setja ofan í við ráðamenn sem að virðast ekki vera að ráða við það verkefni sem að þeir/þau voru kosin til að gera. Það væri alveg ljóst að ekki fengju starfsmenn í fyrirtækjum að vinna áfram eftir mistök og klúður sem þetta. Það kostar þjóðina milljarða að komast á réttan kjöl og enginn í stjórnarflokkunum er tilbúinn til að slíta stjórnarsamstarfi og láta kjósa aftur. Af hverju skyldi það vera ?? Eru þau hrædd um að missa völdin og fríðindin sem að þessum störfum fylgja ? Eða hvað??????

Það blæs ekki byrlega fyrir Samfylkingunni núna og tel ég að hún sé að ganga af sér dauðri í staðinn fyrir að segja "Látum fólkið dæma". Hvernig er framsókn stödd eftir 12 ára stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokkunum ? Dauður og verið að reyna að lífga hann við með utanaðkomandi aðstoð. Þannig fer fyrir Samfylkingunni ef að hún gyrðir ekki í brók. Það lítur út fyrir að hún sé allavega að missa stuðninginn í verklýðshreyfingunni og þá fara mörg atkvæði. Svo mörg eru þau orð. 


mbl.is „Fólk var að bíða eftir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7 dagar í langt ferðalag!!

Já það má nú segja það að ég sé að leggja í langferð á þriðjudaginn  27 janúar nk. Þá hefst adgangskursusinn hjá mér í Det Tekniske Fakultet sem er hluti af Syddansk universitet og hlakkar mig mikið til. Er búinn að vera að lesa mér til um hvernig þetta fer af stað og skoða stundartöflu, tímafjölda og annað. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni eins og önnur sem að ég hef tekist á við. Síðan er að skoða hvað ég vil gera í framhaldinu, en það er stefnan að taka Global management and manufacturing( Alþjóðleg rekstrar og framleiðslutækni) en ég vil líka skoða aðra möguleika. Það getur mikið breyst á 1 og 1/2 ári. En allavega er þetta það sem lagt var upp með og verður á dagskránni núna. En allavega ég er að fara að byrja og mun láta frá mér pistla af upplifun minni um háskólann, aðbúnað og annað sem að mér finnst vert að segja frá. Þetta getur tekið 7 ár ef að allt verður áfallalaust og ég fer í master, e það er opinn möguleiki. Það þýðir ekkert annað en að vera opinn fyrir öllu og skoða svo með möguleika á starfi í því sem á að nema. Segi ekki meira í bili.

 


2 vikur í námið!!!

Jæja þá er þetta að bresta á og ég er að klára dönskunámið núna á föstudaginn. Það er algjör snilld hvernig þessi skóli er að virka. Væri vert að kíkja á þetta heima á fróni og sjá hvernig Danir eru að taka útlendingana í tungumálakennslu.

En ég er sem sagt að byrja í háskólanum og er kominn með staðfestingu á mætingu, hvar og hvenær. Síðan er komin stundartafla fyrir fyrstu 3 dagana sem að eru kynning á námsefni og umhverfi sem að verður miðvikudaginn 28 jan, fimmtudaginn 29 jan og föstudaginn 30 jan sem að endar á fredagsbar. Þá er búið að kynna okkur hvað við erum að fara út í.

Síðan byrjar þetta bara á fullu og er planið að verða fyrsti íslendingurinn til að standast dönskuna, það skils mér allavega að enginn hafi gert. Nú svo er bara að klára hitt líka og veit ég að þetta verður erfitt en það er engin spurning um að þetta tekst allt. Ég var að prufa að sækja um lán hér úti og gaman verður að sjá hvernig það fer.

En ég mun láta fréttapistla hér inn eins oft og ég get um líf námsmanna í Danmörku og annað sem að mér finnst vert að ræða.

Takk. 


Áramót í Danmörku !

Hér situr fjölskyldan og horfir á Stellu í orlofi þar sem að við höfum ekki áramótaskaup ríkissjónvarpsins. Bíðum eftir að sjá hvernig Danir fagna nýju ári.

Óskum öllum gleðilegra áramóta og gleðilegt ár allir. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband