Hvað er í gangi í þessu landi ?

Enn og aftur hafa stjórnvöld í þessu landi látið vaða yfir sig á skítugum skónum. Þar á ég við þetta mál sem var í gangi austur í landi. Í því máli má brjóta lög og ekki fylgja reglum um skráningar á erlendum stafsmönnum og geta ekki gert grein fyrir launakjörum og annað, en samt fengið að starfa áfram og fá endalausa sénsa. Ég sé í anda að gefinn væri séns ef að ég væri uppvís að því t.d. að keyra án réttinda í 3-4 mánuði og yrði svo tekinn af lögguni. Það held ég að yrði tekið föstum tökum. En af því að þetta eru fyrirtæki sem hafa fengið að vaða uppi, fengið margfalt meiri skattabreytingar heldur en einstaklingar og svo kemur þetta. Fyrir mér er þetta bara mannfyrirlitning á einstaklinga og erlent verkafólk sem hingað kemur. Það er svo margt í þessu sem er fyrirtækjunum í hag og get ég tekið dæmi t.d ef að einstaklingur sækir ekki rétt sinn strax þá á hann ekki rétt á neinu og er til fallegt orð um það sem er "Tómlæti" Hins vegar ef að hann bregst strax við og fyrirtækið gerir ekkert, svarar ekki bréfum fyrr en komið er í innheimtu hjá t.d. lögmanni eða verið að stefna fyrir dóm þá mega þau og eiga rétt á  að svara fyrir sig. Þetta er í mínum huga óréttlátt þar sem fyrirtækið er sá aðili sem framkvæmir brotið, og ef að einstaklingurinn er ekki alveg með sinn rétt á hreinu þá er hann dæmdur fyrir það. Svindl og ekkert annað.

Bið að heilsa í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband