Ýmislegt hefur gengið á.

Já óhætt er að segja það að það gengur á ýmsu í borgarstjórn síðustu dagana og ýmislegt komið í ljós, og þá er það alltaf sama svarið hjá sjálfstæðismönnum. Við vissum ekki af þessu og þetta kemur á óvart eða hafði ekki hugmynd um það og svo framvegis. Svo er það þessi klassíska spurning, hver talaði við hvern og hver var fyrstur til að brjóta þann trúnað sem allir segja að ríkt hafi. Hver er hlutur Björns Inga í málinu og hvers vegna kemur hann svona fram. Er eitthvað sem segir að hann muni ekki gera slíkt hið sama við nýjann meirihluta þegar hann verður fyrir mótlæti þar. Þetta er eitthvað sem vert er að hugsa og kannski ætti meirihlutinn í dag að skoða þessi mál. Annað er það sem brennur á mér, hvort að Vinnumálastofnun sé farinn að gera eitthvað í málum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Það er skrýtið hverning mál eru í öllum fjölmiðlum í ákveðinn tíma og hverfa svo og enginn sem fylgir því eftir hvort að verið sé að vinna í málunum, eða taka á þeim málum sem upp koma.

Takk 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill Gústi minn!  Mér þykir líka alltaf merkilegt hvað framsóknarmenn ráða miklu, með lítið fylgi á bak við sig.  Svo eru sjálfstæðismenn alltaf svo glaðir með sig og sína flokksmenn, aldrei neitt að hjá þeim.  (sem er kannski klókt á stundum) en  ekki þegar það er svona augljóst að það var farið að sjóða upp úr í þeirra herbúðum.  Ég hef reyndar sérstakar skoðanir varðandi erlenda verkamenn, ég held að það hefði verið vænlegra fyrir okkur sem þjóð að hugsa um fólkið okkar sem á varla til hnífs og skeiðar, og ýmis vandamál tengd því, áður en við förum að flytja inn fólk í löngum runum og ráðum ekki neitt við neitt.    Jæja ég er hætt, ég ætti kannski að stofna bloggsíðu og fara að tjá mig um þessi mál.  Bestu kveðjur á bæinn og vondandi gengur allt vel hjá ykkur.

Gróa Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband