Þetta er málið

Já það er komin ályktun frá ASÍ um komandi kjarasamninga og það er nú margt gott í henni, en erum við ekki að fara út í baráttu við SA um það að VIÐ verðum að vera ábyrg og ekki setja þjóðfélagið á annan endann. Það er nú alltaf þanig að við verkafólkið á að bera ábyrgð á þjóðfélaginu á meðan allir aðrir, þ.e.a.s. þeir sem eiga mest þurfa að eignast meira. Mikill vill meira og getur ekki unað öðrum að fá þann lágmarksrétt að eiga í sig og á og geta sagt nei við mikilli vinnu. Það er nefnilega mín skoðun að það sé markvisst verið að halda niðri launum hjá fólki sem ekki er í stjórnendastöðum til þess að geta notað það út í það óendanlega. Vinnuveitendur vita að fólk er oft í miklum skuldum og eru að nota sér það. Það er ekki að sjá að það sé mikill vilji til að stytta vinnutíma og staðreyndin er sú að hann er að lengjast hjá okkur. Þrátt fyrir að í flestum löndum í kring um okkur sé unnið að því að breyta þessu og t.d. veit ég að það er ekki greidd yfirvinna ef unnið er meira en skylda er, heldur er það tekið út í fríi. Það er þannig á flestum norðurlöndum að ég held. Þetta er eitthvað sem skiptir miklu máli í öllu samhengi við vandamál í þjóðfélaginu. það er t.d slæmt að ekki sé fjölskylduvænni stefna hjá Íslenskum fyrirtækjum nema í minnihluta. Þetta er það sem þarf að breyta. Því segi ég launahækkun, aukinn kaupmáttur og styttri vinnutími er það sem ég tel að skili miklu til þjóðfélagsins.

Takk 


mbl.is Launafólk fái stærri hlutdeild í aukningu þjóðarverðmæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Alveg hjartanlega sammála þessu hjá þér. Ég setti saman smá pistil um þessa yfirvinnu-vitleysu og fáránlega lágu laun hjá íslensku verkafólki ef þú hefur áhuga á því að kíkja á hana.

Jón Bragi Sigurðsson, 22.10.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband