Kaupmáttur er málið

Hvað er að frétta af samningamálum og hvernig ganga viðræður, ef einhverjar eru.

Já það er nú þannig að nú er málið að semja um kaupmátt og það er það sem flestir vilja. Það hefur verið sýnt fram á að það skilar mestu til okkar launamanna. Ef að farið er í offorsi með háar kröfur þá er hættan sú að allt fari á annan endann og óðaverðbólga fylgi í kjölfarið, jafnframt er það besta leiðin fyrir verkalýðsforystuna að fara fram með þeim hætti.

Veit ekki alveg hvernig samningarferlið virkar í heildina en hef komið að samningum á þeim vinnustað sem ég var að vinna á og það var mjög gaman. Tel að ég hafi lært mikið á því ferli og var einnig trúnaðarmaður á þeim vinnustað, samt ekki þegar ég var þáttakandi í gerð samninga 2004.

Mitt mat er það að sú staðreynd að erfitt er fyrir verkalýðsfélögin til að fá fólk til trúnaðarstarfa sé vegna þess að fyrirtækin haldi að verkalýðsfélögin og talsmenn þeirra séu einhver grýla sem ekki á að vera til, en hins vegar er það ekki þannig. Ef að fyrirtæki vilja hafa gott samstarf við sitt starfsfólk þá er ekkert betra en að hafa góðan aðila sem starfsmenn hafa kosið og getur unnið með öllum sem til þarf til að gera vinnustaðinn sem bestann. Hins vegar er það þaning að sum fyrirtæki eru ekki tilbúin til þess og ef að einhver sem kosinn er að samstafsmönnum sínum er vel máli farinn, rökfastur og getur komið málum á framfæri með góðum hætti þá er reynt að svæla hann í burtu.

Þetta er skrifað af reynslu minni hjá því fyrirtæki sem ég vann hjá. Mér var komið í skilning um að ef að ég væri til í að endurskoða þá ákvörðun mína að vera trúnaðarmaður þá væri hægt að skoða eitthvað fyrir mig. Það var líka sagt að meðan ég væri í þessu kæmist ég ekki áfram hjá fyrirtækinu. 

Ég afþakkaði það pent og vildi starfa áfram fyrir mína félaga því að mér finnst að maður eigi að hafa skoðanir á þessum hlutum og geta staðið á sínu. Ég hætti að starfa sem trúnaðarmaður eftir nokkurra ára starf, komst samt ekki áfram í fyrirtækinu og er kominn í aðra og miklu betri vinnu sem tengist þessum málum og sé ekki eftir því.

Það gerðist eingöngu vegna þess að ég þori að segja mína skoðun og meiningu á hlutunum og þegar á minn rétt var gengið sagði ég stopp.

Það er nauðsynlegt að hafa skoðun og standa á henni. Ég gerði það og það varð til þess að ég lét ekki valta yfir mig.

Takk    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og láttu þá hafa það óþvegið. Að hugsa sér eftir öll þessi ár eru sömu fyrirtækin enn með skítinn í eftirdragi, og státa sig af góðri starfsmannastefnu. en þessir samningar verða spennandi bæði þar sem þú ert á öðrum stað við borðið og ég ekki á vinnumarkaðnum,uss vonandi ekki heitar matarborðsumræður hahaha.

En haltu þínu striki og ekki fara að breytast

Dana (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband