Góðar og gildar kröfur

Já það er gaman að sjá hvað verið er að setja fram sem kröfur í komandi kjarasamningum og þá með tilliti til baráttu iðnfélaga við það streymi af erlendum starfsmönnum sem verið er að ráða og greiða verkamannalaun og því komið undirboð á markaði. Það er ekki verið að setja allt á annan endann með brjáluðum launakröfum og að gefa skít í allt. Það er verið að koma með kröfur sem tryggja í þessu tilfelli félögum Samiðnar betri afkomu og að ríkið sé dregið til ábyrgðar og eigi líka að koma að málum okkar.

Jú það er nú svo að bilið á milli starfa eftir menntun eða hvort að fólk er stjórnendur eða ekki er orðið allt of mikið og það er orðið þannig að þegar boðið er starf er það aðal "gulrótin" að hægt sé að fá næga yfirvinnu. !!!

HALLÓ það er ekki lengur það sem við viljum og í sumum strfsgreinum er verið að setja lög og reglur tengd EES sem hreinlega banna þessa brjálæðislegu vinnu. Þá er verið að reyna að stuðla að öryggi í umferð og stytta vinnutíma hjá bílstjórum almennt sem eru í langkeyrslu.

Þetta er eitthvað sem þarf að skoða í samhengi og í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að mínu mati og einnig samtök atvinnurekanda. Það þarf nefnilega að athuga hvort að ekki sé verið að kippa fótum undan mörgum fjölskyldum.

Svo er það nú yfirlýsing Forsætisráðherra að fólk eigi að halda að sér höndunum í neyslu, og hvað ?

Bara að borða aðra hverja máltíð og greiða bara suma reikninga og ekki stækka íbúðir ef á þarf að halda.

Vona að það komi gott úr þessu.

Takk


mbl.is Samiðn leggur fram kröfugerð fyrir kjarasamnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband