Skattaþrep 1,2 eða fleiri

Já nú kemur í ljós stefna stjórnvalda í skattamálum, en það er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar sem forsenda fyrir samningum, þar sem settar eru fram"hóflegar"kröfur. Það væri ein mesta kjarabót fyrir þá lægst launuðu að fá skattalækkun en nei, ekki vilja sjálfstæðismenn hlusta á það. Það getur orðið til þess að verkafólkið fær eitthvað út úr samningum.

Ég skil bara ekki þessa stefnu, að hygla þeim sem eiga nóg og refsa þeim sem minnst hafa. Það er nú það sem sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir.

Því segi ég það við eigum að sýna hvað við erum orðin þreytt á þessari stefnu og setja allan þunga samningana á þennan lið og ef að ekki verður gert eitthvað í þessu máli þá verðum við að beyta vopni okkar sem er að afla okkur verkfallsheimildar og fara jafnvel í verkfall.

Það er kannski ekki besti kosturinn eða sá fyrsti en við verðum að gera eitthvað. Ef ekki nú í mesta góðæri sögunnar í langann tíma. Það er kominn tími til þess að við fáum bita af kökunni.

Það er ekki öfundsvert að vera í forsvari verkalýðshreyfingarinnar í þessum samningum en ég er þess fullviss að það verði gert allt sem í þeirra valdi stendur og svo er það okkar að standa við bakið á félögunum. Því það er þannig að félögin erum við og við verðum að berjast fyrir betri kjörum, ekki getum við lagt það á forystuna að taka alla ábyrgðina. Við berum ábyrgð og verðum að standa undir henni.

Því segi ég, látum í okkur heyra og látum vita af því að við erum tilbúin til að taka slaginn.

Lifi byltingin.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband