Þetta er svo algengt, þó kannski í grófara lagi.

Já það er víst hægt að segja að þetta komi ekki á óvart. Ég skil bara ekki af hverju við heyrum ekki meira af svona málum.

Það er vegna þess að það er ekki vænlegt að tala um þetta í fjölmiðlum. Mér finnst að það eigi að nafngreina fyrirtæki sem gera svona til þess að vara við þeim. Það að gera það ekki býður upp á það að þau geti farið illa með fleiri. Það eru dæmi um að fyrirtæki losi sig við erlenda starfsmenn um leið og þeir átta sig á rétti sínum.

Það getur komið sér vel að nafnbirta fyrirtæki sem staðin eru að svikum og jafnvel að gera það líka í heimalandi þeirra sem fyrir svikunum verða ef að það eru erlendir starfsmenn. Það er nú þannig að það eru lög sem segja hvað má og hvað ekki í þessum málum, en engin viðurlög eru ef að brotið er af sér og skiptir ekki máli hvort að það sé gert einu sinni eða oftar. Kannski er rétt að segja að það sé of mikið af frumvörpum sem verða að lögum á Alþingi. Það voru til dæmis afgreidd að mig minnir 16 frumvörp sem verða að lögum á síðasta degi fyrir jólafrí á Alþingi. Er ekki rétt að vera með færri mál undir í einu og taka allann pakkann. Setja viðurlög við brotum og svo framvegis.

Bara datt þetta í hug og styð VLFA í máli þessu. 


mbl.is Gert að vinna fyrir 317 kr. á tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband