Skil ekki kerfið á Íslandi.

Þannig er að fyrir nokkrum mánuðum lenti sonur minn í því að velta bíl án ökuréttinda og skemmdi aðra bíla og var heppinn að ekki urðu slys á fólki.

Það sem ég er að furða mig á að lögreglan sleppti honum á staðnum vitandi að hann tók bílinn ófrjálsri hendi og ók án réttinda, og með vitni um að það var ekið á of miklum hraða.

Ég er forræðismaður þessa drengs en hann var fluttur til móður sinnar á þessum tíma. Þetta var 4. október og í dag er 17. desember. Eg veit að það var tekin af honum skýrsla hjá lögreglu( frétti það þegar ég var búinn að hringja sjálfur tvisvar.) og ekki víst að lögreglan myndi gera meira. Honum var sleppt á staðnum og kærastan látin sækja hann, en hringt í móðir hans og hennitilkynnt að hún ætti að koma á slysadeildina, því að hann hefði lent í slysi. Það hefur ekki verið haft samband við mig af hálfu lögreglu eða barnaverndaryfirvalda sem hafa líka rætt við hann. Hann býr í dag hjá kærustunni sinni og virðist ekki vera að lenda í neinum vandræðum út af þessu. Það er ekki líklegt að það verði eftir því sem að mér var sagt hjá lögreglunni. Foreldrar kærustu hans eru ekki að hafa mikið fyrir því að gera neitt í málinu, en hún átti bílinn. Það eru skrýtinn skilaboð til barnanna ef að þetta er í lagi.

Ég hefði nú haldið að einhver af opinberum aðilum ætti að hafa samband við mig og kanna hvað er að gerast, og af hverju ástandið er eins og það er. Ég segi bara það að þetta er  gert vegna þess að hann var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það sagði hann mér að hefði verið mælt á staðnum. Er þetta það sem við viljum kenna æskunni eða hvað ?

Ég tók þá ákvörðun að bíða og athuga hvað gert yrði í málinu, en er að velta fyrir mér hvort að ég á ekki að vera fyrri til að hafa samband við yfirvöld, eins og ég gerði gagnvart lögreglu og segja hvað er málið.

Takk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband