Jæja þá er komið að smá pistli

Jú það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu vikur og ekki verið tími til að henda inn pistli. Nú er ég hins vegar í feðraorlofi og þá er um að gera að setja inn smá fréttir.

Það sem er búið að gerast er að ég var að ferma dreng nr 2 í hópnum og það gekk allt vel. Hann kom og gisti hjá okkur daginn fyrir fermingu, en hann er fluttur til Grindavíkur með mömmu sinni og bróðir. Hann hefur ekki komið í næturgistingu hjá okkur í 1 og 1/2 ár eða svo. Það var því mikil gleði að hann skildi velja að gista hjá okkur þessa nótt. Hann talaði um að fara að koma oftar.

Svo vorum við hjónin að eignast eina fallega stúlku þann 14 mars og er það fyrsta skvísan í hópnum, fyrir utan uppeldisdóttur mína sem er 18 ára eins og frumburðurinn minn. Hann fékk þessa litlu dömu í afmælisgjöf, en hann á sem sagt afmæli 14 mars og varð þá lögráða. Til hamingju með það Andri minn.

Við erum að snúllast hér heima með dúlluna okkar og Dana er að skríða saman, en það gengur hægt. Vona þó að það hafist á endanum. Hún á það til að vera að gera hluti sem ekki eru góðir fyrir hana. Svo var verið að standsetja herbergi fyrir litlu og það er búið að taka smá tíma.

Annars er allt gott að frétta af okkur og við biðjum að heilsa öllum sem við þekkjum.

Takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband