Sjálfsagt að taka tillit til slökkviliðs og láta þá vita.

En ég er viss um að þeir sem þar starfa eru sammála því að það var þarft að gera eitthvað í málunum og láta ríkið finna það að ekki er öllum sama. Það er með ólíkindum á 21 öldinni að ekki sé brugðist við þessu. En kannski er þetta en ein sönnun þess að við erum bananalýðveldi og það eru bara þeir sem eiga aura sem eiga rétt á einhverju.

Það er ekki verið að spá í það sem gert var í febrúar, en þá var verið að undirrita mjög ábyrga kjarasamninga og þetta er ekki gott í það umhverfi. Tel að ríkisstjórnin eigi að stíga fram og lækka álög á bensín og olíu. Svo má líka setja inn í þetta að ríkið ætti að sjá sóma sinn í að fella niður stimpilgjöld, ekki bara af fyrstu íbúð.


mbl.is Lokun vegarins háalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband