Frábært hjá þeim.

Já það er frábært að sjá hvað það er mikil samstaða í hóp bílstjóra og ekki var verra að sjá 4x4 klúbbinn taka þátt líka, en það er kannski ekki nóg að gera það bara einu sinni. Þekki aðeins þetta mál með aðstöðu og hvíldartíma og það er að mínu mati verið að vega að þeim með þessari reglugerð og það sem fram kom hjá Kristjáni samgönguráðherra um daginn sagði ekki allt. Það að veri sé að sækja um undanþágu, er bara smá breyting á reglugerðinni. Það gefur þeim svigrúm til að vinna 1 klst. lengur á dag, smá viðbótartíma fyrir fyrstu pásu, en það vantar alveg að það sé verið að vinna í að búa þeim til aðstöðu til að taka út hvíldina, eða að þeir geti yfir höfuð stoppað. Ég er ekki að sjá það að t.d. Staðarskáli sé á því að þar komi 5- 10 stórir bílar, stoppi til að hvíla sig. Enginn verslar við vertinn og enginn stoppar vegna þess að það eru svo margir bílar á staðnum að það hlýtur að vera mikið að gera. Sama á við um aðra staði.

Það er því mikilvægt að við sýnum skilning á þessari baráttu, hún er líka fyrir okkur almenning þar sem verið er að mótmæla álögum á eldsneyti. Það er líka vegið að þeirra lífskjörum með reglugerð sem bannar þeim að vinna nema mjög takmarkað.

Takk.


mbl.is Buðu lögreglu upp á kaffi og vöfflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband