Er þetta ekki alveg magnað ?

Verðið hækkar og hækkar, sveiflast til og frá en það er nú svo skrýtið að það virðist ekki taka lækkunum hér heima þegar það ertu sveiflur niður á við í verði ? Af hverju skyldi það vera ?

Ekki er nóg með að íslensku olíufélögin vilji græða sem mest á bensín og olíusölu heldur eru þau að herja inn á veitinga og verslunarmarkaðinn, og eru ekki með lágvöruverð þar, það er á hreinu. Ekki hefði ég trúað því að bensínstöð í Reykjavík yrði eins og hún er í dag, miðað við hvernig hún var á árunum 78-90 en þá var bensínstöð bara bensínstöð. Nú sjáum við Subway, Quiznos, KFC og að ég held Burger King á bensínstöðvum. 

Græðgin að drepa félögin???? Ég bara spyr.


mbl.is Verð á olíu 124,47 dalir tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nóg græða olíufélöginu á bensíninu svo mikið er víst.   En þau eiga reyndar bara einn af ofantöldum veitingastöðum og það er Quiznos sem er í eigu Olís.   Hvert og eitt olíufélag rekur svo sína eigin pylsusjoppu eins og verið hefur um árabil.

  Hinir staðirnir leigja einungis húsnæði af þeim, húsaleigan ætti kannski að duga til að lækka bensín og olíuverðið aðeins, það er spurning?

Kata (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Bensínið hefur verið ódýrt hingað til, enda er allt fullt af risa stórum jeppum og einkabílum.  Væri ekki ráð að fá sér minni sparneytnari bíl, ganga meira, nota strætó og breyta hegðun sinni svo við notum minna eldsneyti?

Svo lengi sem við kaupum bensínið á 165 kall þá erum við sátt við verðið.  Það neyðir okkur engin til þess að versla við olíufélögin.. eða hvað?  Jú reyndar!!  Sveitarfélögin hafa staðið sig ömurlega í skipulagningu almenningssamgangna, gerð hljólreiðastíga og gönguleiða.  Þau hafa ýtt undir notkun einkabíla.  Hvernig væri að mótmæla því?

Lúðvík Júlíusson, 22.5.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband