Glitnir sýnir fordæmi

Já enn og aftur er Glitnir að sýna fordæmi og bregðast við. Það er verið að vinna í að fella niður gildandi kauprétti og svo hafa forsvarsmenn bankans og stjórnarmenn tekið á sig launabreytingar til lækkunar ef að ég man rétt. Það er frábært að vita til þess að svona sé brugðist við þegar aðstæður breytast, og þó að það sé spurning um ágæti þessara samninga þó að vel ári. En enn og aftur finnst mér þeir vera að bregðast við á réttan hátt. Það var í fréttum um daginn að verið væri að segja upp fólki og það er miður en miðað við það sem verið er að gera í launamálum og kaupréttarmálum þá er þetta eini bankinn sem að ég veit um sem að tekur til innanhús hjá ráðamönnum.

Takk


mbl.is Ætla að fella niður gildandi kauprétti hjá Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þorsteinn Már útgerðarmaður og veit að ef afli minnkar, þá er að draga saman seglin, hann veit sem er að það þýðir ekkert að reyna að fá skipið til að nota minni olíu, eða þorskinn að verða þyngri. Hann hefur alltaf verið klár í viðskiptum og verið eftirsóttur vinnuveitandi, því hann stendur við sitt.

Haraldur Davíðsson, 21.5.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Mér finnst þetta frekar sýna að bankinn sé í bullandi vandræðum.  Hvað voru stjórnendur að hugsa á síðustu árum?  Hverju klúðruðu þeir fleiru?  Það verður spennandi að sjá hvort og hvenær það kemur í ljós.

Útgerðarfyrirtæki og banki eiga fátt sameiginlegt annað en að vera fyrirtæki.  Annað er framleiðslufyrirtæki en hitt þjónustufyrirtæki.  Það sem dugar í öðru dugar ekki endilega í hinu.  Vonandi tekst honum að fikra sig áfram í þessu og vonandi þarf hann ekki að læra af reynslunni, enda er hún oftast dýrkeypt.

Ég myndi vilja sjá Glitni sýna okkur fleira en hverju þeir hafa klúðrað síðustu ár.  Hvar hefur hann staðið sig vel? 

Lúðvík Júlíusson, 22.5.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband