9 dagar í brottför!

Já nú er að styttast í að við förum út og erum við að pakka á fullu, komin með gám og allt að gerast. Við verðum komin út 14, fáum afhent 15 og búslóðin kemur til okkar 17 eða 18 júlí. Þá erum við orðin að dönum og bara málið að fara að læra dönsku og kynna sér hvernig hlutirnir virka þarna úti. Sækja um kennitölu og skrá sig inn í landið. Það er margt sem við höfum þurft að gera og ótrúlegt hvað kerfið hér er seinvirkt. Við fórum um daginn í vinnumálastofnun og sóttum um vottorð E301 og það tekur 8 vikur að útbúa það. Svo fórum við í Tryggingastofnun og sóttum um vottorð þar og það kemur líka þegar við erum komin út. Svo er komið bréf frá Eflingu sem staðfestir félagsaðild í stéttarfélag og bréf frá læknum og annað. Mér er farið að hlakka mikið til og ekki laust við að það sé spenningur í mér, allavega er hann að koma.

Á ekki von á öðru en að þetta gangi allt vel. Við erum með íbúðina á sölu og svo þurfum við að reyna að losa okkur við bílinn. Það getur tekið tíma að losna við hann og við verðum að borga af honum á meðan. Það er spurning um að auglýsa hann í fréttablaðinu eða 24 stundum til að prufa. Lánið er mjög hátt núna vegna gengis en það lækkar þegar krónan styrkist. Það kemur í ljós hvernig þetta fer. Ekkert að gerast með íbúðina og við erum að kanna með að leigja hana til að byrja með. Þurfum að kanna hvað er hægt að leigja hana á með herberginu niðri.

Læt heyra frá mér aftur eftir helgina.

Gústi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Jæja kall

Þetta er fljótt að gerast á gerfihnattaöld

Har de bra, þarna úti, og gangi þér vel með dönskuna þarna úti, það þýðir víst lítið að slá um sig með sænskunni:)

Steinþór Ásgeirsson, 8.7.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband