Skildi þetta ganga núna???

Er búinn að reyna nokkrum sinnum að blogga eftir að ég kom til Danmerkur en ekki gengið að vista færslurnar.

Nú ætla ég að reyna aftur að segja ykkur hvað á daga mína hefur drifið síðan ég kom hingað. Við byrjuðum á að fá lyklana af íbúðinni á hádegi daginn eftir komu, eða þann 15 júlí. Síðan hófst bið eftir búslóðinni sem að við héldum að kæmi til DK þann 16 en reyndist vera 18. Svo að í millitíðinni erum við búin að sækja um kennitölur og það gekk vel. Gátum valið að bíða í 30 mín eða fá þær sendar í pósti daginn eftir. Svo sóttum við á sama tíma um leikskólapláss fyrir Stefán Pál og það var komið bréf eftir 2 daga, kominn með pláss frá 1. sept. Alveg eins og við báðum um. Gámurinn kom að lokum kl 17:45 í gær og voru þá hraðar hendur að tæma því að við fáum klukkutíma til að tæma frítt og svo þarf að greiða 550 kr. danskar fyrir næsta klukkutímann. Við vorum ekki lengi að redda þessu og tæmdum á stuttum tíma. Það var svo rétt þegar við vorum að taka restina af stéttinni að það skall á mikil rigning og sluppum við rétt svo við hana.

Þá er bara eftir að taka úr kössum og koma sér fyrir. Við erum að vinna í því og er þetta fyrsta færslan sem skrifuð er við eldhúsborðið hjá okkur í Danmörku.

Læt heyra frá mér fljótt

Kv.

Gústinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Gangi ykkur allt í haginn

Kveðja

Steinþór

Steinþór Ásgeirsson, 23.7.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Jóhannes Baldur Guðmundsson

Hæ hæ

Vonum að ykkur gangi vel á nýjum slóðum.

Kveðja úr Mosó

Jóhannes Baldur Guðmundsson, 23.7.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Þórunn Eva

gagni ykkur allt í haginn :) kv úr GRV

Þórunn Eva , 31.7.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband