7 dagar í langt ferðalag!!

Já það má nú segja það að ég sé að leggja í langferð á þriðjudaginn  27 janúar nk. Þá hefst adgangskursusinn hjá mér í Det Tekniske Fakultet sem er hluti af Syddansk universitet og hlakkar mig mikið til. Er búinn að vera að lesa mér til um hvernig þetta fer af stað og skoða stundartöflu, tímafjölda og annað. Það verður gaman að takast á við þetta verkefni eins og önnur sem að ég hef tekist á við. Síðan er að skoða hvað ég vil gera í framhaldinu, en það er stefnan að taka Global management and manufacturing( Alþjóðleg rekstrar og framleiðslutækni) en ég vil líka skoða aðra möguleika. Það getur mikið breyst á 1 og 1/2 ári. En allavega er þetta það sem lagt var upp með og verður á dagskránni núna. En allavega ég er að fara að byrja og mun láta frá mér pistla af upplifun minni um háskólann, aðbúnað og annað sem að mér finnst vert að segja frá. Þetta getur tekið 7 ár ef að allt verður áfallalaust og ég fer í master, e það er opinn möguleiki. Það þýðir ekkert annað en að vera opinn fyrir öllu og skoða svo með möguleika á starfi í því sem á að nema. Segi ekki meira í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband