Skólinn ójá skólinn

Það er lítið annað sem kemst að þessa dagana en skóli, skóli skóli og svo læra, læra, læra. Það er mjög strembið að reyna að skilja efnafræði og stærðfræði á dönsku, og enskan er ekki góð hjá kennaranum.  Hún talar mjög óskýrt, og það er líka mikið af tæknimáli, erum að stúdera nanotechnology og slíkt. Það er alveg þrælgaman að lesa og læra þetta. Efnafræðin er erfið og það er líka erfitt að skilja dönskuna hjá kennaranum. Sama á við um dönskuna, erum að lesa um gamla Grikkland 500 f.Kr. og það er bara leiðinlegt að hlusta á kennarann tala og tala, en ekki skilja allt. Þetta er samt allt að koma og er ekki spurning um að ég mn rúlla þessu upp. Það má ekki hugsa öðruvísi. Það er bara að leggja meira á sig á meðan ég er að læra dönskuna alveg. Tel að þetta verði mjög skemmtilegt áfram og verð ég í skólanum á þessari önn fram í lok júni.

Svo er það annað mál. LÍN vill ekki lána 100% lán út á námið. Skólinn sendi bréf til LÍN 2004 þar sem fram kemur að þetta sé fullt nám að mati skólans. LÍN svarar og segir að það sé ekki metið þannig hjá þeim, ef að teknar eru 3 annir, eins og maður hafi val. Ástæðan er sögð vera sú að þetta er ekki einingabært nám, þar sem við erum að taka stúdent. Þá spyr ég, ef að þetta er ekki eininganám, af hverju er LÍN að lána eins og þetta séu 20 ECTS einingar. Ég  er með stundarskrá upp á 37 tíma á viku og ef að það er ekki fullt nám, hvað þá ?? Ég bara spyr. En það er verið að skoða þetta fyrir okkur. Það á eftir að koma í ljós hvað skólinn vill gera í málinu. Gott væri ef að við gætum fengið skólann til að fara með erindi fyrir stjórn LÍN. En það er ekki víst að það gangi. En mér er farið að ganga betur að skilja dönskuna í töluðu máli og þá fer þetta allt að ganga.

Það er gaman að vera í námi og er þetta ein besta ákvörðun sem að ég hef tekið í mínu lífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband