Létt rapport í vikulok

Já það er mikið að gera hjá mér í skólanum og ekkert verið að fara rólega af stað. Það er keyrt af fullum krafti og þar er í broddi fylkingar efnafræðikennarinn sem er að klára önnina á mánuði, eða það finnst mér allavega. En það er ekkert skrýtið, vegna þess að hún hefur bara eina önn til að kenna og þarf að koma ákveðnu námsefni á framfæri, væntanlega. Það er alveg rosalega gaman að vera að læra efnafræði,held að það sé í fyrsta skipti á ævinni sem að ég læri hana, og svo er líka stærðfræðin skemmtileg. Raungreinarnar eru að heilla mig meira sem er gott fyrir framhaldið. En ég er líka að læra helling í dönskunni og enskunni, en það er bara allt annað en að ég átti von á. Það er líka gott að læra það. Er að verða sæmilegur í ritmáli á dönsku og svo er líka að síast inn hlustun og skilningur, þarf að vera duglegri að tala, má ekki gleyma því.

En eins og ég segi þá er þetta bara skemmtilegt og ekki komið neitt bakslag eða neitt, er bara að skemmta mér við að læra og það er alveg nýtt fyrir mig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband