Bara smá fréttir!

Jæja það er mikið að gera í skólanum og önnin hálfnuð, gengur bara mjög vel og ég er alveg að fíla skólann. Hefði nokkur maður trúað því að ég myndi gera þetta, segjum fyrir 10 árum. Ekki ég. Það er gott að þetta leggst vel í okkur og nú er bara harkan sex. Styttist í próf og þá verður nú fjör. En lífið er auðvelt fyrir námsmenn hér og mikið í boði til að hjálpa þeim sem eru í námi. Bara snilld það. En það er ekki kreppa hér eins og á Íslandi, en samt er að dragast saman á vinnumarkaði. En ég er með vinnu um helgar og er að fá vel greitt fyrir það. Borga ekki skatt, námsmaður vinnur skattlaus meðan hann á persónuafslátt, en greiðir síðan fullan skatt. Svo er hægt að fá meiri persónuafslátt, ef að maður er að koma til þess að læra og gerir það innan 6. mánaða. Ég er búinn að sækja um það og á rétt á því að mér skilst.

Gott í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband