Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Reiði fólks vegna framkomu fyrirtækja í garð launamanna.

Nú er svo komið að margur landinn er alveg þrælillur og hef ég heyrt af því að fólk telur að fjölmiðlar landsins vilji ekki skoða ástand fólksins sem er að skrimta á lágmarkslaunum. Þar voru nefndir ritmiðlar og einnig ljósvakamiðlar. Það er alveg fáránlegt ef að svo er því að það er staðreynd að fátækt í landinu og ef að enginn vill fjalla um það þá er nú illa komið fyrir okkur. Ef að horft er til hækkunar á húnæðisverði, bæði kaup og leigu og einnig hækkunar á bensíni, mat og fleiru þá er ekki flókið dæmi að sjá að einstaklingur eða hjón sem eru ekki með menntun og vinna í grein sem ekki er í þessari brjálæðislegu uppsveiflu þá eru laun frá 125. þúsund og kannski 140. þús með yfirborgun. Leiga á íbúð sem er 80 fermetrar er komin í 80. þúsund + og þá er allt annað eftir. fasteignagjöld, hiti, rafmagn og tryggingar. Þá spyr ég hvað er eftir fyrir einstaklinginn til að lifa, eða hjón með börn í íþróttum. Ef að þetta fólk leitar á náðir félagsþjónustunnar er þeim hafnað af því að þau eru að vinna og sagt að leita til hjálparstofnanna. Svo horfir maður á t.d fyrir jól að fólk er að koma til mæðrastyrksnefndar á fínum bílum og fær það að sjálfsögðu hjálp og aldrei að vita nema þetta sé fólk sem á peninga, allavega ekur það á dýrum bílum, er jafnvel í flottum fötum og annað. Það er ekki að sakast við mæðrastyrksnefnd sem vinnur þarft verk og vill eflaust leggja öllum lið sem leita til þeirra og geta jafnvel ekki verið að rengja fólk. Þetta snýst að vissu um siðgæði fólks. Hér á lani er búin að vera nokkurs konar þjóðarsátt þar sem verklýðshreyfingin hefur verið að reyna að gera ekki of háar kröfur til þess að setja ekki allt á annan endann í þjóðfélaginu, óðaverðbólga og annað sem alltaf er rætt um og líka fyrir þessa kjarasamninga, en sálfræðistríð samtaka atvinnulífsins er hafið. Fyrirtæki hafa á síðustu árum fengið skattalækkanir og alls kyns fríðindi á síðustu árum. Það kom sem himnasending til þeirrra þegar þeir gátu ráðið erlent starfsfólk sem ekki veit á hverju það á rétt í launamálum og öðrum réttindamálum og geta þannig sparað sér launakostnað enn frekar, og í leiðinni brotið landslög, án refsinga. Það er bannað að greiða erlendum launþegum lægri laun vegna þjóðernis! Svo einfalt er það. Ég segi því enn og aftur eftir að hafa horft á ráðamenn þjóðarinnar hækka eftirlaunarétt sinn og laun langt umfram allt velsæmi á meðan meðaljónin má ekki rugga þjóðarskútunni að það er ekki eins og að verðbólga sé lág, stýrivextir lágir eða vextir allmennt. Núna síðast voru samtök atvinnlífsins að tala um 3.6% hækkun á norðurlöndum og þá spyr ég, hvað er verið að borga í vexti þar, hvað er verðbólgan og hvernig eru launin ? Jú, þar getur þú lifað ágætis lífi á 37- 40 stunda vinnuviku en á Íslandi má ekki hækka launin því að þá gæti fólk farið að eiga sér fjölskyldulíf og einkalíf. Það er ekki í samræmi við það sem fyrirtækin og ráðamenn sjá að sé réttlætanlegt, því að það vill sitja eitt að kökunni. Nánast öll fyrirtæki landsins eru að stórgræða og monta sig af því, birta það í blöðum, borga stjórum fyrirtækjanna himin há laun, og segja svo við fólkið sem er með 150- 200 þúsund og vinnu nánast allan sólarhringinn að ef að það sé ekki sátt við það sem það hafi þá geti það farið annað, ef að það dirfist að biðja um smá sneið af gróðakökunni.

Skil ekki svona hugsun og kannski vegna þess að ég hef ekki verið alinn upp á þann hátt. Mér finnst frábært að fyrirtækjum gangi vel, en vil þó að þau sjái sóma sinn í því að borga mannsæmandi laun og tryggi starfsfólki sínu gott líf með börnum og fjölskyldunni allri.

Segjum STOPP við þessari þróun og gerum Ísland að góðum kosti til að eiga gott líf á. Ekki bara vinnulíf og þreytt fjölskyldulíf.

Það sem ég vil koma á framfæri til ykkar er að þið verðið að standa vörð um ykkar stöðu og berjast fyrir ykkar launum og réttindum.

Takk.

 


Áfallatryggingasjóður ! Af hverju ?

Góð spurning er það ekki.

Mér dettur bara í hug að segja eitt, eru menn búnir að gleyma hvernig fór með atvinnuleysistryggingasjóðinn ? Hann var tekinn af félögunum og færður til Vinnumálastofnunar. Á að láta það sama gerast með sjúkrasjóðina ? Á að breyta sjúkrasjóði í áfallatryggingasjóð og taka út veikindaréttinn að hluta og færa hann frá fyrirtæki yfir í einhverja stofnun ? Mér skilst að það sé margt gott í þessari hugmynd en það eru líka vankantar á þessu. Það verður að gæta vel að þessu og mér finnst að það þurfi að gefa sér góðann tíma til að smíða svona sjóð. Ég veit ekki alveg hvernig á að koma því í framkvæmd að starfsmenn sjóðsins hafi aðgang að fræðimönnum eins og t.d. læknum og öðrum sérfæðingum. Það er nú ekki hlaupið að því að fá að hitta slíka menn. Kannski er ég að mála skrattann á vegg, en betra er að velta þessu upp og fá þá frekari upplýsingar í kjölfarið. Mér finnst gott að koma með svona pælingar og  tel að það sé öllum fyrir bestu að fá umræðu um þetta.

Takk.


Fyrirtæki sem ekki fara að lögum og kjarasamningum.

Hvað er til ráða fyrir einstaklinga sem eru að vinna hjá fyrirtækjum sem ekki skila launatengdum gjöldum og sköttum. Það eina sem þeir hafa til að sanna að þeir hafi greitt sitt, er launaseðill eða seðlar. Þeir eru kvittun launamanna fyrir þeim greiðslum. Þá er bara eitt sem launamaður getur gert og það er að fara í stéttarfélagið sitt og óska eftir hjáp. Stéttarfélögin segja að samkvæmt kjarasamningum eigi að gefa út launaseðla, það kemur fram hvernig á að sundurliða launaseðla en stendur hvergi að það eigi að gefa þá út á sama tíma og laungreiðsla fer fram. Þetta vita þau fyrirtæki sem eru að svindla á kerfinu og láta launamenn ekki hafa launaseðla. Síðan kemur að því  að skatturinn áætlar á einstakling skatta, þá ber honum að framvísa gögnum. Hann getur að sjálfsögðu ekki gert það og þá er fyrirtækið stikkfrí og launamaðurinn þarf að borga skatt. Sem sagt hann þarf að vinna jafnvel á lágmarkslaunum, "borga skatta" sem fyrirtækið stelur, síðan að borga ríkinu og ekkert hægt að gera til að koma sök á fyrirtækið. Þetta er það umhverfi sem við lifum við í dag og það er mikið um að ekki sé verið að standa skil á gjöldum og gefa út launaseðla. Því segi ég að hér er komið enn eitt atriðið sem ekki er hægt að gera neitt í þó að verið sé að brjóta lög og svindla visvítandi. Það eru engin viðurlög við þessu og stéttar eða verkalýðsfélög geta ekki beytt sér í málum af þessu tagi. Því segi ég að það á að nafngreina þessi fyrirtæki okkur til varnaðar.

Takk

P.s. látum ekki plata okkur og ekki gefa þetta eftir.


Aðild að stéttarfélagi eða verkalýðsfélagi, hvað þýðir það og af hverju ?

Í dag langar mig að ræða aðildarmál að félögum og af hverju við erum að greiða í þau. Einnig vil ég aðeins benda á hvaða reglur gilda um hvert skal greiða.

Það er nú þannig að við verðum að greiða í stéttarfélög vegna þess að það eru t.d. ákveðin gjöld sem að vinnuveitendur greiða og þau gjöld veita okkur hin ýmsu réttindi. Einnig er vinnuveitanda skylt samkvæmt lögum að halda eftir af launum okkar iðgjaldi og greiða til þess stéttarfélags sem við á og hefur samningsrétt um þau störf sem viðkomandi vinnur. Atvinnrekandi greiðir mótframlag í menntasjóð,sjúkrasjóð og orlofssjóð, samtals 1,4 % en við sjálf greiðum í kring um 1 % misjafnt þó eftir félögum. Sama gildir um lífeyrissjóð, við 4% atvinnrekandi 8%. Ekki vildi ég missa þessar greiðslur, t.d. sjúkrasjóður sem greiðir dagpeninga í veikindum, og hina ýmsu styrki. Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er ekki spurning um það hvort að maður eigi að vera í félagi, heldur er það lögbundið.

Svo er það hin hliðin að stéttarfélagið er að vinna fyrir mig, með kjarasamningum og öðrum málum. Einnig er það til þess að aðstoða mig ef verið er að brjóta á rétti mínum og veitir aðstoð í ýmsum málum. Það er því skylda félagsmanna að vera virkir í félaginu okkar og taka þátt í félagsstörfum. Mæta á fundi og segja sínar skoðanir. Til þess að vera meðvituð um það sem verið er að gera í félaginu og taka afstöðu til þessara mála.

Takk. 


Áróður samtaka atvinnulífsins.

Byrjað er það sálfræðistríð sem fylgir gerð kjarasamninga á Íslandi og nú að að herja á réttlætiskennd launamanna sem eiga að axla þá ábyrgð sem við teljum að ríkisstjórn Íslands og þeir fulltrúar sem við kjósum á þing eiga að bera. Þannig er að nú er verið að gefa út 3,6 prósenta hækkun á launum á norðurlöndunum og  ekki fylgir sögunni hvaða laun eru greidd þar. Það er allt annað launaumhverfi á norðurlöndum og eftir því sem ég best veit, þá eru launin þannig að þú getur lifað eðlilegu lífi af dagvinnulaunum. Ekki hefur verið vilji að ég held til að samræma laun á Íslandi við laun á norðurlöndum, en það má samræma hækkanirnar, ef það hentar fyrirtækjunum. Ekki er ég viss um að fyrirtæki á norðurlöndum, séu að skila jafn miklum hagnaði og íslensk fyrirtæki hafa verið að skila og séu í sambærilegum vexti. Nei það á að skýla sér á bak við fiskvinnsluna sem er að takast á við niðurskurð. Hvað er stór hluti af Íslenskum vinnumarkaði fiskvinnsla ?? Látum alla gjalda fyrir það. Nú er kominn tími til að taka á þessum málum og berja í borðið. Það er alveg klárt að það er munur að hvaða bolmagn fyrirtækja er mikið en flest þeirra sem eru að vaxa og dafna, með dugnaði starfsmanna, ekki bara yfirmanna á að sjá sóma sinn í að greiða almennileg laun og vera stolt af því að gera vel. Lýsandi dæmi um að vilja vera með allt á hreinu er Norðurál sem sagði upp samningum við pólska verktaka vegna svindls á skráningum og annað. Þetta sýnir metnað fyrirtækis að það vill ekki láta bendla sig við svind og rugl.

Takk


mbl.is Laun á Norðurlöndunum hafa hækkað um 3,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra er seint en aldrei

Daginn allir

Þá er vinnumálastofnun að bregðast við, og taka á málunum af festu vonandi. Þar á að setja í gagn vinnuhóp sem fer í fyrirtækin til að skoða og fylgjast með skráningu á erlendum starfsmönnum. Það er aðeins eitt að segja, það er betra er seint en aldrei. Vona að þetta eigi eftir að skila því að fyrirtækin gangi frá þesum málum strax og ef ekki þá verði þau látin greiða dagsektir á mann, ekki bara 50. þús á dag.

Fyrirtækin eru oft að fyrra sig ábyrgð málum af þessu tagi ef að þau eru með undirverktaka, segja að það sé ekki þeirra mál. Það er ekki rétt því að fyrirtækin sem eru með verkið bera vissulega ábyrgð á því að þeir sem fyrir þá vinna séu í lagi og öll mál á hreinu.

Þetta fólk þarf að vera rétt skráð á Íslandi til að geta komist inn í sjúkratryggingakerfið, en það er ekki sanngjarnt að láta það greiða skatta og skyldur, en ekki að fá neitt í staðinn. Þá komum við að skráningu og lögheimili sem geta skipt máli í því.

Annað er það sem mig langar að segja. Ég hef átt þátt í að kynna fyrir útlendingum á vinnumarkaði réttindi þeirrra og skyldur. Það sem kom mér mest á óvart er það að t.d. pólverjar eru með það sterkt net að ef að einn er boðaur þá kallar hann til vin eða vini.

Íslndingar eru hins vegar öðruvísi hvað þetta varðar, að þeir eru ekki að hugsa mikið um réttindi og skyldur heldur bara laun. Þetta finnst mér að fólk þurfi að hugsa og skoða, því að það er ekki félaganna að ákveða hvað við viljum fá út úr samningum og þeir sem vinna í þessum málum eru í vinnu hjá okkur og fyrir okkur sem greiðum félagsgjöld. Starfsmenn verkalýðs og stéttarfélaga eru að reyna að vinna að hagsmunum félagsmanna, en það er erfitt ef að félagsmenn eru alveg dauðir fyrir þessum hlutum.

Takk.

 


Hvað skal gera

Jæja þá

Nú er spurning hvort að íslenskir launamenn ætli ekki að fara að láta heyra í sér varðandi næstu kjarsamninga og hvað ykkur finnist um þær hækkanir sem hafa orðið á síðustu árum, bæði hjá ráðamönnum okkar þjóðar og fasteignaverð og fl. Er ekki rétt að fara að rifja upp hvað hefur gerst á tímum þjóðarsáttar og stöðugleika sem verið er að reyna að halda. Það er einmitt á þessum tímamótum sem mikilvægt er að koma fram og segja sínar skoðanir. Bið ykkur að láta í ykkur heyra til þess að ykkar félög viti hvar á að taka á hlutum og hvaða hlutir eru í forgang.

Takk


Hvað er í gangi í þessu landi ?

Enn og aftur hafa stjórnvöld í þessu landi látið vaða yfir sig á skítugum skónum. Þar á ég við þetta mál sem var í gangi austur í landi. Í því máli má brjóta lög og ekki fylgja reglum um skráningar á erlendum stafsmönnum og geta ekki gert grein fyrir launakjörum og annað, en samt fengið að starfa áfram og fá endalausa sénsa. Ég sé í anda að gefinn væri séns ef að ég væri uppvís að því t.d. að keyra án réttinda í 3-4 mánuði og yrði svo tekinn af lögguni. Það held ég að yrði tekið föstum tökum. En af því að þetta eru fyrirtæki sem hafa fengið að vaða uppi, fengið margfalt meiri skattabreytingar heldur en einstaklingar og svo kemur þetta. Fyrir mér er þetta bara mannfyrirlitning á einstaklinga og erlent verkafólk sem hingað kemur. Það er svo margt í þessu sem er fyrirtækjunum í hag og get ég tekið dæmi t.d ef að einstaklingur sækir ekki rétt sinn strax þá á hann ekki rétt á neinu og er til fallegt orð um það sem er "Tómlæti" Hins vegar ef að hann bregst strax við og fyrirtækið gerir ekkert, svarar ekki bréfum fyrr en komið er í innheimtu hjá t.d. lögmanni eða verið að stefna fyrir dóm þá mega þau og eiga rétt á  að svara fyrir sig. Þetta er í mínum huga óréttlátt þar sem fyrirtækið er sá aðili sem framkvæmir brotið, og ef að einstaklingurinn er ekki alveg með sinn rétt á hreinu þá er hann dæmdur fyrir það. Svindl og ekkert annað.

Bið að heilsa í bili.


Hvernig má það vera ?

Að ennþá sé verið að skoða mál þessara fyrirtækja sem voru að brjóta lög með því að skrá ekki hjá vinnumálastofnun starfsmenn sem eru að vinna hjá þeim. Nei þá er nú rétt að kanna hvort að ekki sé verið að greiða samkvæmt íslenskum kjarsasamningum. Hvaða máli skiptir það, það voru brotin lög og því á að stoppa fyrirtækin og kanna samt hvort að það sé verið að greiða samkvæmt íslenskum samningum eða ekki. Það á ekki að láta það stoppa aðgerðir ef að þeir eru að gera það.

Mín skoðun er sú að Vinnumálatofnun á að taka á þessu máli að fullum krafti en ekki að vera að verja aðgerðir fyrirtækjanna.

Endilega segið ykkar skoðanir á þessu. Eða bara hverju sem er.

Takk.


Jæja þá.

Nú væri gaman að vita hvað ykkur finnst að gera eigi við þau fyrirtæki sem áttu starfsmenn í slysinu fyrir austan og voru ekki skráðir í vinnu hér á landi. Á ekki að stöðva þessi fyrirtæki í eitt skipti fyrir öll og láta þau finna fyrir því hvað það kostar að fara ekki að lögum og virða þann rétt sem erlendir starfsmenn eiga að hafa. Mér finnst að Vinnumálastofnun verði að setja fordæmi og taka á þessu máli strax. Get ekki að því gert en mér finnst að fyrirtækin, þessi og önnur hafi allt of mikið svigrúm til að brjóta lög. Takið á þessum fyrirtækjum strax.

Annað er svo það að þessi erlendu starfsmenn fyrirtækjanna eru í mörgum tilfellum ekki á sömu launum og íslendingar sem er líka brot á lögum. Það er skrýtið að ekki sé tekið á þessum brotum.

Kjarasamningar eru framundan og nú væri fróðlegt að vita, hver er krafa fólksins í þessum samningum. Eru allir búinr að gleyma því hvað allt hefur hækkað, hvað ráðamenn og bankastjórar Seðlabankans hafa verið að fá í hækkanir á þessum kjarasamningstíma frá 2004. Getur það verið að sú hækkun sem við fengum + leiðrétting vegna verbólgu sé eitthvað á móti því sem þetta fólk hækkaði um, og talar svo um að passa verðbólguna og halda stöðuleika. Ég hef ekki orðið var við mikinn stöðuleika í fasteignarverði, ekki skilaði lækkun á matarskatti sér eins og til var ætlast.

Takk fyrir.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband