Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Það er á fleiri stöðum en í Samherja sem herjar að Þorsteini !

Hann þarf að taka til  í fleiri pokum en bara í Samherjapokanum til að hagræða og það er ekki á neinum smá poka að taka. Það er stundum svo að þegar herðir að þá sé rétt að líta í pokann sinn og skoða þar. Hvað verður gert við þá sem eru á ofurlaunum í bankanum og þá sem eru með há laun í Samherja ? Munu menn ekki skoða þá stöðu sem er orðin í fyrirtækjunum á Íslandi að fara allan stigann ? Eða á að segja upp 30 - 40 manns sem eru gólfinu og hafa kannski samtals laun 1 bankastjóra eða framkvæmdarstjóra hjá fyrirtækjunum. Það er verið að greiða há laun fyrir þá sem stjórna, svo ef að útkoman er ekki eins og allir vilja, sérstaklega hluthafar og það þrengir að þá er þeim sagt upp sem ekkert hafa með stjórnun að gera en hafa lagt að í sölurnar til að málin gangi upp. T.d. með miklu vinnuframlagi og hámarks framleiðni. Þá er þeim refsað en ekki þeim sem ábyrgðina bera.  Það er fúlt, og vona ég  að ekki komi til uppsagna í bönkum og fjármálafyrirtækjum, né neins staðar.
mbl.is Tímar hagræðingar, ráðdeildar og sparnaðar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt áfallið fyrir sjávarútveginn!

Hvað segir það um þá fiskveiðistefnu sem verið hefur og þá sem stýra henni ? Hver er ábyrgur ? Eru það stjórnarflokkarnir eða hvað ? Maður spyr sjálfan sig hvort að þeir sem hafa verið að gagnrýna þessi mál hafi ekki haft eitthvað til síns máls og hvað gerist þá núna. Erum við að horfa fram á enn frekari uppsagnir í fiskinum ?

Viðurkennum við ekki að það þarf að skoða stefnu okkar í þessum málum sem stýrt er að Sjálfstæðisflokknum. Er hann að missa tökin þarna líka eins og gerðist í borginni ?

Ég bara spyr ?


mbl.is Leggja til loðnuveiðistöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við að lenda í því að samningar verði felldir??????

Maður spyr sig að því eftir þau ummæli sem verið hafa um nýgerða kjarasamninga á almennum markaði hjá stjórnarandstöðunni. Ætlar Steingrímur J. að láta fella samningana vegna þess að hann er ekki sáttur við aðgerðir stjórnvalda ? Ég hef komið að gerð samninga í nokkurn tíma sem stafsmaður hjá fyrirtæki og samið um kaup og kjör fyrir samstarfsmenn mína og misjafnt hefur það gengið. Ég kom að málum núna sem starfsmaður verkalýðshreyfingarinnar og tel að gerðir hafi verið nokkuð tímamótasamningar að vissu leyti, ef tekið er tillit til aðstæðna sem verið er að spá í þjóðfélaginu og miðað við það ástand sem verið hefur á verðbólgunni. Markmið um hækkun lægstu launa og lækkun á verðbólgu eru skýr og ef að þau eru ekki að skila sínu þá er hægt að segja samningnum upp eða bæta inn viðbót og framlengja hann. Ég hefði haldið að það ætti að vera hlutverk launafólksins að meta samningana og segja sitt álit í kosningu um þá. Það er alveg ljóst að sú gagnrýni sem Steingrímur J. er með á rétt á sér að því leyti að vissulega mátti koma stærra útspil í skattamálin en það er svo margt annað sem er gott að ekki á að einblína á það sem betur mátti fara. Kannski er það vegna þess að hann er ekki að njóta mikils ávinnings í barnabótum, vaxtabótum eða húsaleigubótum. Það er hins vegar að gera hinum almenna launamanni helling, að ég tel. Ég er alveg gáttaður á óábyrgu tali alþingismann og formanns stjórnmálaflokks í þá veru að brjóta niður þá vinnu sem aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt upp með, með það að leiðarljósi að viðhalda stöðuleika, auka kaupmátt og minnka verðbólgu. Samkvæmt spurningu dagsins í Fréttablaðinu, sem er hvort að fólk sé ánægt með nýgerðan kjarasamning. Þá eru 54 % ekki sátt og ég spyr, hefur það fólk séð hvað samningurinn inniheldur með öllu sem komið er, eða er það að mynda skoðun byggða á umræðum síðustu daga. Félögin sem skrifuðu undir samningana eru að kynna þá fyrir félagsmönnum, með fundum og í lesefni og tel ég að við eigum að láta það gerast fyrst áður en farið er að ræða þessa hluti á þann hátt sem gert er. Ekki tel ég að Steingrímur sé að hugsa um fólkið, heldur er hann að reyna að sinna sínu starfi sem þingmaður í stjórnarandstöðu og ber hann mikla ábyrgð sem slíkur. Því segi ég, leyfum aðilum vinnumarkaðar að kynna samninginn og látum fólkið sem hann tekur til segja sitt. Síðan má stjórnarandstaðan taka málið upp og gera atlögu að því sem hún telur miður. Látum ekki aðra taka afstöðu í okkar málum. Tökum þátt í kosningum og látum okkar skoðun í ljós.

Takk.


Er ekki málið að bíða með fréttir af svona málum !!

Og sjá hvað gerist í þessum fyrirtækjum. Það er ekki gott að fá svona fréttir í loftið fyrir þá sem vinna þessi störf. Það er ekki blaðamanna að koma fram með slíkt nema að hafa staðfest slíkt við bankana eða fyrirtækin. Tel það ekki þjóna neinum tilgangi að birta þetta til að auka á áhyggjur fólksins sem starfar þar sem við á.
mbl.is Óttast ekki fjöldauppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún er skársti kosturinn innan íhaldsins.

Fyrst að við verðum að sætta okkur við þetta þá er hún sennilega það skársta sem þeir hafa fram að færa. Borgarstjórinn sem situr í dag er ekki í neinum flokki og er mér spurn hvað eru margir á lista Frjálslynda flokksins ? Ekki Ólafur, ekki Margrét ogað ég held ekki Guðrún. Hún allavega studdi ekki framkvæmd Ólafs við myndun meirihlutans sem nú situr. Hverjir eru eftir á borgarstjórnarlistanum. Er Ólafur óháður eins og Margrét, ég hélt að hann væri flokksmaður Frjálslyndra en þeir sverja hann af sér ef að ég er að skilja þetta rétt.
mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að heyra að þeir hafi hysjað upp um sig.

Einkennilegt hvað þeim gengur betur í meistaradeildinni en í enska boltanum. Það er sama hvort að það sé í deild eða bikarkeppnum. Það sem mér finnst vanta hjá Liverpool er stöðuleiki og Rafa er allt of gjarn á að gera miklar breytinga á milli leikja. Vona að mínir menn standi þetta af sér og nái að laga stöðu sína í ensku deildinni.

 


mbl.is Liverpool sigraði Inter 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur verið kannað hvort að þetta sé hægt með tilliti til veðurfars og landlegu ?

Maður spyr sig. Það væri ekkert að því ef að hægt væri að setja svona samgöngur á, en ég  tel að fyrst ætti að skoða þessa hluti og svo að kanna hagkvæmni. Því að það er alveg ljóst að ekki verður hagkvæmni ef að allt annað klikkar og ferðir liggja niðri svo dögum skipti t.d. vegna veðurs eða annara aðstæðna.

 


mbl.is Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið!!!!!

Ég er ekki hissa þó að þeir vilji hann úr landi. Ekkert vit í að hafa svona pakk á landinu. Hann á eftir að kosta slatta á meðan hann er að aflpána og þeir eiga bara fullann rétt á því að reka hann úr landi. Hér á landi á að taka upp sömu stefnu, við sjáum bara hvað er að gerast hjá okkur.


mbl.is Vilja vísa Íslendingi úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangurinn ???

Hver er tilgangurinn með svona framkomu og hvað á að ávinnast með svona vitleysu? þetta gæti nú orðið löng ferð en ekki kannski mjög skemmtileg. Eru menn svo vitlausir að halda að þetta sé eins og hér heima þar sem þú getur gert þetta og fengið skilorð?? Nei það er ekki þannig og vonandi læra þeir af þessu því að svona framkoma leysir ekki vanda.
mbl.is Feðgar handteknir fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð niðurstaða fyrir þá lægst launuðu.

Það er alveg ljóst að þetta er að koma þeim best sem eru á lágmarkslaunum og að hinir eru að fá að lagmarki 5,5% hækkun frá síðustu kjarasamningsbundnu hækkun. Það er meira en sést hefur í dágóðann tíma að ég held. Ef að við setjum taxtahækkanirnar í prósentur þá er verið að tala um 30% hækkun á töxtum hjá þeim sem eru innan Flóans og SGS og það er ekki lítið á rúmum 2 árum.

Svo er það sem ríkið kemur með að þessu og þau markmið sem eru sett með þessum samningum um að draga úr verðbólgu. Það á að endurskoða samninginn í febrúar 2009 og þá á verðbólgan að hafa verið undir 5% skilst mér. Nánar má sjá um þetta á heimasíðu Eflingar www.efling.is og svo er frábær viðbót við slysatryggingar þar sem verið er að bæta hressilega inn í samninginn. Nánar á http://asi.is/PortalData/1/Resources/documents/Kynning-Slysatr_170208.pdf Hvet alla til að skoða málið og kynna sér vel hvað þetta er mikilvægt.

Hér eru svo upplýsingar um launabreytingar á töxtum http://asi.is/PortalData/1/Resources/documents/Kynning-LaunTafla_170208.pdf

Svona er það sem þetta virkar og tel ég að gerðir hafi verið góðir samningar sem tryggja það að öryggisnet er að hækka um 38. þúsund krónur á mánuði frá og með 1 janúar til loka október 2010.


mbl.is Taxtar hækka um 18.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband