Aðild að stéttarfélagi eða verkalýðsfélagi, hvað þýðir það og af hverju ?

Í dag langar mig að ræða aðildarmál að félögum og af hverju við erum að greiða í þau. Einnig vil ég aðeins benda á hvaða reglur gilda um hvert skal greiða.

Það er nú þannig að við verðum að greiða í stéttarfélög vegna þess að það eru t.d. ákveðin gjöld sem að vinnuveitendur greiða og þau gjöld veita okkur hin ýmsu réttindi. Einnig er vinnuveitanda skylt samkvæmt lögum að halda eftir af launum okkar iðgjaldi og greiða til þess stéttarfélags sem við á og hefur samningsrétt um þau störf sem viðkomandi vinnur. Atvinnrekandi greiðir mótframlag í menntasjóð,sjúkrasjóð og orlofssjóð, samtals 1,4 % en við sjálf greiðum í kring um 1 % misjafnt þó eftir félögum. Sama gildir um lífeyrissjóð, við 4% atvinnrekandi 8%. Ekki vildi ég missa þessar greiðslur, t.d. sjúkrasjóður sem greiðir dagpeninga í veikindum, og hina ýmsu styrki. Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er ekki spurning um það hvort að maður eigi að vera í félagi, heldur er það lögbundið.

Svo er það hin hliðin að stéttarfélagið er að vinna fyrir mig, með kjarasamningum og öðrum málum. Einnig er það til þess að aðstoða mig ef verið er að brjóta á rétti mínum og veitir aðstoð í ýmsum málum. Það er því skylda félagsmanna að vera virkir í félaginu okkar og taka þátt í félagsstörfum. Mæta á fundi og segja sínar skoðanir. Til þess að vera meðvituð um það sem verið er að gera í félaginu og taka afstöðu til þessara mála.

Takk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband