Fyrirtæki sem ekki fara að lögum og kjarasamningum.

Hvað er til ráða fyrir einstaklinga sem eru að vinna hjá fyrirtækjum sem ekki skila launatengdum gjöldum og sköttum. Það eina sem þeir hafa til að sanna að þeir hafi greitt sitt, er launaseðill eða seðlar. Þeir eru kvittun launamanna fyrir þeim greiðslum. Þá er bara eitt sem launamaður getur gert og það er að fara í stéttarfélagið sitt og óska eftir hjáp. Stéttarfélögin segja að samkvæmt kjarasamningum eigi að gefa út launaseðla, það kemur fram hvernig á að sundurliða launaseðla en stendur hvergi að það eigi að gefa þá út á sama tíma og laungreiðsla fer fram. Þetta vita þau fyrirtæki sem eru að svindla á kerfinu og láta launamenn ekki hafa launaseðla. Síðan kemur að því  að skatturinn áætlar á einstakling skatta, þá ber honum að framvísa gögnum. Hann getur að sjálfsögðu ekki gert það og þá er fyrirtækið stikkfrí og launamaðurinn þarf að borga skatt. Sem sagt hann þarf að vinna jafnvel á lágmarkslaunum, "borga skatta" sem fyrirtækið stelur, síðan að borga ríkinu og ekkert hægt að gera til að koma sök á fyrirtækið. Þetta er það umhverfi sem við lifum við í dag og það er mikið um að ekki sé verið að standa skil á gjöldum og gefa út launaseðla. Því segi ég að hér er komið enn eitt atriðið sem ekki er hægt að gera neitt í þó að verið sé að brjóta lög og svindla visvítandi. Það eru engin viðurlög við þessu og stéttar eða verkalýðsfélög geta ekki beytt sér í málum af þessu tagi. Því segi ég að það á að nafngreina þessi fyrirtæki okkur til varnaðar.

Takk

P.s. látum ekki plata okkur og ekki gefa þetta eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband