Hvað er framundan.

Jú það eru kjarasamningar, ársfundur ASÍ og margt annað. En gaman verður að sjá hvað kemur frá ASÍ mönnum í lok fundar, ályktanir eða eitthvað annað sem vert er að sjá fyrir komandi kjarasamninga.

Það væri líka gaman að vita hvað er að gerast hjá Vinnumálastofnun eftir að hún fór að sinna eftirliti með fyrirtækjum og hvað þeir ætla að gera við GT Verktaka sem í villu sinni lögðust svo lágt að mínu mati að fá starfmenn sína til að samþykkja yfirlýsingu( þá sem náðist í ) til að reyna að bjarga nafni fyrirtækisins. Það er einkennilegur andskoti að geta ekki sýnt fram á að allt sé löglegt og eðlilegt í þessu máli, heldur fara í einhvern leik sem gerir ekkert annað en að skella á þá meiri líkum á sekt. Það er allavega mín skoðun og tel ég að fyrirtæki sem er með þetta í lagi þurfi ekki að fjarlægja menn til þess að þeir standi ekki á rétti sínum. Og að halda að það sé nóg að nokkrir fari heim. Það eru fleiri búnir að koma fram sem segja farir sínar ekki sléttar. Er búið að taka þetta fyrirtæki í gegn og önnur fyrirtæki sem eru að fara illa með launamenn sem eru erlendir, og jafnvel líka eigendur þess. Það er líka eitthvað fyrirtæki sem verið er að beita dagsektum vegna þess að það hefur ekki staðið rétt að hlutum og samt eru yfirvöld með vinnumálastofnun í fararbroddi að leyna fólk hvaða fyrirtæki það er. Það er eins gáfulegt og þegar ákveðnum lögmanni var falið að verja meinta níðinga á sama tíma og hann var sjálfur í rannsókn. Þetta eru ákveðin skilaboð til atvinnurekenda. Það á ekki að brjóta lög en við gefum ykkur séns, séns og séns. Síðan sektum við ykkur og hvað svo ? Fyrirtæki sem eru að vinna svona losa sig við þá starfsmenn sem leita réttar sínsd eins og rusl og fá nýtt fólk. Fara til þeirra heimalands, bjóða gull og græna skóga og taka þá svo þurrt þið vitið. Skil ekki lög sem sett eru og engin viðurlög eru við og enginn þorir að taka á málunum. Ég skora á félagsmálaráðherra að klára málið og taka á þessum fyrirtækjum af fullum krafti. Einnig vil ég leggja það til að lög um starfsmannalegur verði aflögð og slíkt þrælahald bannað.

Takk 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband