Er ekkert að frétta af vinnumarkaðinum !!

Jæja

Er ekkert að gerst markvert í samningamálum eða hvað ? Eru menn farnir að ræðast við.

Það er nú gott að einhverjir eru farnir af stað og búnir að leggja fram kröfur, og svo er spurning hverjir verða fyrstir til að klára málin.

Það er spurning hvort að verkalýðsfélögin verði búin að semja fyrir áramót eins og stefnt er að eða hvort að það sé svo mikið framundan að menn nái ekki að halda áætlun.

Svo væri gaman að vita hvað verið er að leggja fram í kröfum fyrir verkafólk. Sá að Frjálslyndi flokkurinn er með frumvarp til umræðu sem leggur til að skattleysismörkin verði 150. þúsund á mánuði og er ástæða til að fagna því en það verður að teljast ólíklegt að það verði tekið til atkvæðagreiðslu eða fái yfir höfuð undirtektir stjórnarflokkanna. Það væri nú saga til næsta bæjar.

En aldrei að segja aldrei og það myndi skila að mér skilst 22. þúsund króna tekjuaukningar á mánuði fyrir einstæða móðir með 2 börn á framfæri sem er gott. Man ekki hvaða tekjur hún þurfti að hafa.

Takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband