Er það málið að komast í Borgarstjórn ??? Eða pólitík!!!

Ég væri nú alveg til í að vera í Borgarstjórn og fá rúmlega 400 þús á mánuði fyrir það + 106 þús fyrir að sitja í Borgarráði og svo eru aðrar nefndar og stjórnarsetur sem úthlutað er í líka launað.

Hins vegar er það skrýtið að þeir sem eru að taka þessi laun, geti ekki séð hvað þarf að gera til að laga stöðuna á leikskólum og grunnskólum. Þá á ég við fyrrverandi meirihluta og að ekki skyldi vera tekin ákvörðun um að greiða betri laun fyrir þau störf sem ekki var hægt að manna. Ég er alveg klár á því að ekki væri hægt að manna borgarstjórn eða þessar nefndir og ráð nema að borga vel fyrir það. Því ætti að vera annað lögmál með almenn störf hjá borginni ? Vonandi gerir nýr meirihluti eitthvað í þessum málum eins og reyndar er byrjað að gera, t.d. með því að bjóða greiðslur vegna matartíma og svo framvegis. Það er svo skrýtið að ekki hafi íhaldið séð sóma sinn í að taka á þessu og skilja svo ekki neitt í neinu með að hafa misst stjórnina í borginni. Það kom á daginn enn og aftur að mér finnst að sjálfstæðisflokkurinn er að vinna fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem eiga peninga og hjálpa þeim að eignast meira og gera lífið auðveldara og betra fyrir þá. Hins vegar hefur sjálfstæðisflokkurinn ekki viljað taka á þeim vanda sem er að skapast í landinu og er fátækt. Það er fullt af vinnandi fólki sem vinnur mikið og líður samt skort, svo að ekki sé talað um þá sem þurfa að vera á bótum. Mín skoðun er sú að Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að skapa hér líf sem er fjölskylduvænt og gefur fólki tækifæri á að vinna bara 8 tíma á dag og hafa þá tíma til að sinna börnumsínum og vera til staðar. Það er skrýtið að vera með auglýsingaherferð hjá Lýðheilsustöð um að fólk eigi að sinna börnum og gera hitt og þetta til að ekki skapist vandamál sem snerta þjóðina alla og reka á sama tíma láglaunastefnu dauðans og láta verkafólk og almenning nánast lepja dauðan úr skel á meðan þeir sem eiga eitthvað fá alla möguleika á að eignast meira og meira.

Takk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Vá hvað ég er rosalega mikið sammála þér. Afhverju er þetta sona??? Ætli við komumst í sona nefnd? Hvað þarf maður að gera til að komast í nefnd??? Var einmitt að velta þessu fyrir mér í bloggi í gær.....

Helga Dóra, 26.10.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband