Eru það allir sem hafa notið ????

Gleðilega hátíð

Nei það er ekki þannig og þessi söngur er alveg út í hött. Hver eru viðmiðin sem menn nota við að reikna þetta og fá þessa útkomu ?

Það er alveg satt að margir hafa fengið kaupmátt, en ég hallast að því að sá hópur sem ekki hefur notið hans sé stærri en menn vilja viðurkenna og það er það sem við viljum breyta.

Það er nefnilega mikið meira um fátækt en þeir aðilar sem eru að reikna út þessa kaupmáttaraukningu hjá fólki.

Því segi ég, að það er alveg sama hvað gert er. Við höfum ekkert með þetta að gera og það er að sýna sig núna. Hvað er þjóðarsáttin búin að vara lengi og láglaunastéttir landsins búnar að taka ábyrgðina á verðbólgunni og samt fer allt á fullt. Það eru stjórnvöld sem hafa þetta í hendi sér og eru að gera þeim sem nóg hafa betri skil en þeirra sem eru að stórum hluta að vinna þá vinnu sem skapar verðmætiin.

Takk  


mbl.is Kaupmáttur jókst um 71% milli 1990 og 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hafa ALLIR notið kaupmáttaraukningar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2007 kl. 00:18

2 identicon

Hvað er kaupmáttaraukning? Ég hélt að það væri það sem stæði eftir þegar ég leggði saman hvað mjólk og brauð kosta, bætti við afborgunum af húsnæðislánum og ferðakostnað til og frá vinnu mínus launin mín. Ég hélt alltaf að þessi útreikningur myndi koma út í mínus, en hann er að koma ískyggilega oft út í plús - bara spurning fyrir hvern!

Krissilia (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband