Ótrúlegur maður hann Magnús.

Já það er óhætt að segja að hann er dæmi um það að ef að þú trúir á eitthvað þá sé hægt að framkvæma það.

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera að æfa á líkamsræktastöð sem hann átti og kynntist honum lítillega. Það var ótrúlegt að hlust á hann og heyra hvernig hann leit á hlutina. Þetta var árið 1998 og þá var hann að byrja á þessu Latarbæjarævintýri. Mér var sagt á þeim tíma að það væri dæmi upp á 100 millj. að minnsta kosti og viti menn, það hefur orðið miklu stærra að ég held.

Frábært að hann skuli hafa náð þessum árangri og ótrúlegt hvað hann er búinn að vinna þetta sjálfur að stórum hluta. Það er fyrst núna árið 2007 sem að hann fer að fá staðgengla til að koma fram sem íþróttaálfurinn.

Til hamingju með þetta Magnús.


mbl.is Magnús Scheving meðal ríkustu manna heims?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband