Af hveru er svona mikill munur ?????

Það er verið að dæma mann fyrir að taka annað líf og það er gott, fær þyngsta dóm sem hægt er að ég held. Af hverju er þá ekki sama gert við þá sem nauðga og misnota aðra, börn og fullorðna. Þeir eru að eyðileggja líf þeirra sem hlut eiga að og fá alveg fáránlega milda dóma. T.d lögmaðurinn sem dæmdur var í 3ja ára fangelsi fyrir að hafa samræði við börn. Fasteignasalinn sem að nauðgaði konu á hrottafenginn hátt fékk ekki eins þungann dóm og þetta. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim sem verða fyrir þessu. Kannski að það sé ekki alvarlegt að eyðileggja líf, bara ef að þú endar það.

Þetta er mikið hitamál og veit ég að Atli Gíslason alþingismaður og Hæstaréttarlögmaður hefur líkt þessu við "sálarmorð " og það er mikið til í því.  

Mér finnst að það þurfi að skoða þetta og breyta reglum um hvað má fara fram á þunga refsingu fyrir brot af þessu tagi. Þetta eru að mínu mati verri brot, og miklu verri afleiðing heldur en af manndrápi eða morði. Ekki að það að ég sé að daga úr alvarleika slíkra brota.

Pæling! 


mbl.is Dæmdur í 16 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er ekki betra en morð

Hólmdís Hjartardóttir, 22.5.2008 kl. 13:35

2 identicon

Einfalt svar við því. Það er löng hefð og venja fyrir því að dæma menn í um 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Dómvenjan er ekki til staðar í nauðgunarmálum eða kynferðisbrotamálum heldur hafa dómar í þeim brotum fylgt almennt íslenskri hefð við ákvörðun refsinga en hún er sú að dæma yfirleitt í neðri mörkum refsiramma. Það leiðir svo að jafnræðisreglunni að ekki er hægt að hækka refsingar í einhverjum risastökkum.

Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Persónulega finnst mér 16 ár frekar lítið fyrir að taka líf.

Sporðdrekinn, 22.5.2008 kl. 15:20

4 identicon

þetta er bara en eitt dæmi um að íslenskt réttar kerfi er löngu orðið úrelt, sérstaklega hvað varðar kynferðisbrotamál.

ég held að það þurfi að yfirfara og endur bæta öll refsilög hérlendis því það er löngu búið að sanna sig að Ísland er glæpamannaparadís  

Arna (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:15

5 identicon

Dómar í kynferðisbrotum eru allt of vægir að mínu mati, bara koma því að áður en ég segi meira.

Það sem mig langar að segja er að það fer afskaplega mikið í taugarnar á mér þegar talað eru um að búið sé að eyðileggja líf fólks sem verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, það er talað einsog um algjörlega ónýta einstaklinga sé að ræða sem ekki eiga nokkurn séns í lífinu. Sorrý, mér finnst þetta rosaleg vanvirðing við fólk.

Gullý (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband