Nú byrjar ballið !!!

Já á mánudaginn á ég að mæta í viðtal eða próf í dönsku til að meta hvar ég lendi í náminu, en það er frá 3- 8 mánaða prógramm hjá þeim og fer það eftir getu hvar maður lendir í ferlinu.

Annars er allt gott að frétta og það er skrýtin tilfinning að vera að verða námsmaður aftur og ekki á vinnumarkaði. Það er samt spennandi verkefni og hlakkar mig til að takast á við það. En það kemur svo í ljós hvernig það á eftir að ganga. Hef ekki miklar áhyggjur af því, á frekar auðvelt með að læra og ef að ég verð kominn á fínt skrið í dönskunni þá verður þetta ekkert mál. Hélt að ég færi að fá hnút í magann þegar það færi að líða að þessu en svo er ekki, allavega ekki enn.

Hér er gott að vera og mikið gert fyrir fólk með fjölskyldu, húsaleigubætur taka mið af stærð fjölskyldu og munar mikið um þær. Svo eru barnabætur fínar og er verið að kanna hvort að hægt sé að fá lán í Danmörku fyrir náminu, en ef að það gengur ekki þá er það bara Lín og vonast ég til að gengið verði þá orðið hagstæðara.

Sem sagt allt að fara í gang og mun ég setja inn fréttir þegar ég er kominn með meiri vitneskju um dönskunámið.

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Baldur Guðmundsson

Hvað er málið  með þetta nýja lúkk á blogginu ? ... þetta er nú varla bjóðandi fólki, allavega ekki á íslandi!

Jóhannes Baldur Guðmundsson, 18.9.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband