Já svona er lífið í Danmörku :-)

þá er fyrsta vikan liðin í dönskunni og það gengur vel. Var í heimsókn í skóla á mánudaginn og svo var verið að kynna í dag Mentor kerfi sem er í boði frítt fyrir okkur sem erum að setjast að í Danmörku. Það er kerfi þar sem hægt er að setja sig í samband við skrifstofu mentor fyn og fá viðtal. Þar er kannað hvað þú ætlar að gera, nám eða vinna og þá er fundinn Dani sem getur hjálpað þér að komast að og líka hjálpað þér með að læra dönsku.

En nú er verið að færa mig upp um bekk, kennararnir telja að ég eigi ekki heima í þessum hópi sem að ég er í. Samt hef ég verið með fólki sem er búið að vera í Danmörku í allt að 19 ár.

En það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu, en ég ákvað í dag að láta slag standa og færa mig.

Mæti í sama bekk á mánudaginn og fæ þá kannski að vita meira um þessa færslu.

Takk í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband