Allt að gerast !!!

Eins og þeir vita sem að mig þekkja þá er ég kominn til Danmerkur og er að leggja í langt nám, sem að hefst á vorönn 2009 í Syddansk Universitet í Odense. Þar byrja ég í 1 og 1/2 árs fornámi til að ná stúdent og svo fer ég í nám sem tekur um 3 og 1/2 ár og er rekstrar og framleiðslutækni, síðan eru 2 ár til viðbótar ef að ég fer í mastersnám. Ég fékk bréf um að ég ætti að mæta þann 27. janúar kl. 9 þannig að ég er kominn inn formlega. Er hins vegar kominn til Odense og búinn að vera hér síðan í júlí og það var gott að komast hér út og koma sér fyrir. Síðan fór ég í dönskuskóla og er búinn að vera þar síðan í september til að undirbúa mig fyrir námið. Nú er að koma að þessu og það verður gaman að takast á við þetta verkefni. Það er ekki neitt sem að ég kvíði fyrir í þessu og hlakka til að setjast á skólabekk aftur. En að þessu sögðu þá læt ég þessari færslu lokið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Til hamingju með það og velkominn í Danaveldi.

kop, 13.12.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Jóhannes Baldur Guðmundsson

Gangi þér vel í skólanum, þín er saknað á sunnudögum!

Jóhannes Baldur Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband