2 vikur í námið!!!

Jæja þá er þetta að bresta á og ég er að klára dönskunámið núna á föstudaginn. Það er algjör snilld hvernig þessi skóli er að virka. Væri vert að kíkja á þetta heima á fróni og sjá hvernig Danir eru að taka útlendingana í tungumálakennslu.

En ég er sem sagt að byrja í háskólanum og er kominn með staðfestingu á mætingu, hvar og hvenær. Síðan er komin stundartafla fyrir fyrstu 3 dagana sem að eru kynning á námsefni og umhverfi sem að verður miðvikudaginn 28 jan, fimmtudaginn 29 jan og föstudaginn 30 jan sem að endar á fredagsbar. Þá er búið að kynna okkur hvað við erum að fara út í.

Síðan byrjar þetta bara á fullu og er planið að verða fyrsti íslendingurinn til að standast dönskuna, það skils mér allavega að enginn hafi gert. Nú svo er bara að klára hitt líka og veit ég að þetta verður erfitt en það er engin spurning um að þetta tekst allt. Ég var að prufa að sækja um lán hér úti og gaman verður að sjá hvernig það fer.

En ég mun láta fréttapistla hér inn eins oft og ég get um líf námsmanna í Danmörku og annað sem að mér finnst vert að ræða.

Takk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband