Já blessaður stöðuleikinn !

Hver ber ábyrð á stöðuleika í landinu ? Er það launafólkið eða hvað ?

Ég hef verið viðriðinn samningagerðir og viðræður um kjarasamninga hjá verkafólki sem er ekki með svo háar grunntekjur eða taxta, sem er öryggisnet þeirra. Og alltaf hefur verið talað um að við verðum að passa upp á stöðuelikann og við getum ekki þetta og ekki hitt. Ég held að ef eitthvað er þá hafi verkalýðshreyfingin og launafólk í landinu sem er með lægstu launin verið ábyrgast í þessum málum og það ætti að hrósa þeim fyrir það. Þeir sem eru í forsvari fyrir stéttarfélög og landssambönd hafa oftar en ekki verið rakkaðir í svaðið og verið vegið að þeim á margann hátt. Og þeir hafa samt náð að halda velli og eru enn og aftur kallaðir til þegar ræða þarf stöðuleikann. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þegar sagt er að verkafólk á Íslandi hafi verið ábyrgast í málum sem snúa að stöðuleika og er ég þá fyrst og fremst að tala um félög sem að semja um laun þeirra lægstlaunuðu, sem á áttu svo að fá klapp á bakið með því að hætta við umsamdar hækkanir á launum. En ég vona að sjálfsögðu að þetta leysist allt og að allir nái endum saman. Ég hef unnið fyrir verkalýðshreyfinguna og er stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að kynnast þeirra starfsemi og því sem að þau eru að takast á við.

Sæl að sinni.


mbl.is Viðræður um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband