Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Mikið er gott að hann fær ekki að fara, en hvað með hina mennina ???

Það vill svo til að það eru í reykjavík menn sem að GT verktakar fluttu frá Egilsstöðum með miklum hraða og lofuðu gulli og grænum skógum.

Að sjálfsögðu í takt við annað í þessu máli þá hafa þeir ekki staðið við neitt af því sem þeir lofuðu, mennirnir eru í Reykjavík, ekki með kennitölu( sem þýðir óskráðir í landinu) ekki fengið laun fyrir september að fullu og ekki með vinnu. Síðan er fyrirtækið svo ósvífið að segja þeim að ef þeir ekki greiði leigu fyrir húsnæðið verði þeim hent út ( sem er ekki hægt að gera nema með mánaðarfyrirvara ef að það er leigusamningur í gangi ) sem að öllum líkindum er ekki þae sem þeir eru ekki skráðið. Getur verið að þessir menn séu komnir á götuna og ætli yfirvöld hafi reynt að finna þessa menn ? Getur fyrirtækið komist upp með þetta án þess að þurfa að svara fyrir það. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að GT vertkakar lenda í þessari stöðu og ekki það síðasta ef að ekkert er gert. Er það markmiðið að Ísland verði talið í flokki landa sem þrælahald er leyft og ekkert gert ef að upp kemst.

Tel að yfirvöld ættu að kanna hjá verkalýðsfélögunum hvernig GT verktakar eru að standa sig.

Einnig tel ég mikilvægt að fyrirtæki sem eru að svindla og brjóta af sér eigi að nafngreina eins og gert er við einstaklinga sem eru að lenda í klóm lögreglu.

Þetta eru glæpamenn sem stýra þessum fyrirtækjum og eiga að fá refsingu við hæfi.

Það var hægt að herða refsingu við innflutningi á eiturlyfjum og það á að refsa fyrir þrælahald.

Takk.


mbl.is Farbann staðfest vegna Kárahnjúkamáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak hjá borginni!!!

Svon á að bregðast við þegar illt er í efni.

Reykjavíkurborg er að bragðast við því með að fá fólk til að taka frekari þátt í símenntunaráætlun hennar og fá viðbótarhækkkun fyrir það.

Kannski er þetta málið en það þarf líka að skoða þetta án kvaða, það sem ég er að meina er að það þarf að hækka lágmarkslaunin og meta þau störf frekar sem fólkið er að vinna.

Það gengur ekki að þeir sem eru að stjórna borginni séu á háum launum og geri ekki neitt án þess að fá greitt fyrir það, en svo eiga allir aðrir að gera allt fyrir nánast ekki neitt. Það er misrétti og ekkert annað. Eitthvað sem nýr meirihluti segir sig ekki standa fyrir.

Takk.


mbl.is Borgin hækkar launaviðmiðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það málið að komast í Borgarstjórn ??? Eða pólitík!!!

Ég væri nú alveg til í að vera í Borgarstjórn og fá rúmlega 400 þús á mánuði fyrir það + 106 þús fyrir að sitja í Borgarráði og svo eru aðrar nefndar og stjórnarsetur sem úthlutað er í líka launað.

Hins vegar er það skrýtið að þeir sem eru að taka þessi laun, geti ekki séð hvað þarf að gera til að laga stöðuna á leikskólum og grunnskólum. Þá á ég við fyrrverandi meirihluta og að ekki skyldi vera tekin ákvörðun um að greiða betri laun fyrir þau störf sem ekki var hægt að manna. Ég er alveg klár á því að ekki væri hægt að manna borgarstjórn eða þessar nefndir og ráð nema að borga vel fyrir það. Því ætti að vera annað lögmál með almenn störf hjá borginni ? Vonandi gerir nýr meirihluti eitthvað í þessum málum eins og reyndar er byrjað að gera, t.d. með því að bjóða greiðslur vegna matartíma og svo framvegis. Það er svo skrýtið að ekki hafi íhaldið séð sóma sinn í að taka á þessu og skilja svo ekki neitt í neinu með að hafa misst stjórnina í borginni. Það kom á daginn enn og aftur að mér finnst að sjálfstæðisflokkurinn er að vinna fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem eiga peninga og hjálpa þeim að eignast meira og gera lífið auðveldara og betra fyrir þá. Hins vegar hefur sjálfstæðisflokkurinn ekki viljað taka á þeim vanda sem er að skapast í landinu og er fátækt. Það er fullt af vinnandi fólki sem vinnur mikið og líður samt skort, svo að ekki sé talað um þá sem þurfa að vera á bótum. Mín skoðun er sú að Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að skapa hér líf sem er fjölskylduvænt og gefur fólki tækifæri á að vinna bara 8 tíma á dag og hafa þá tíma til að sinna börnumsínum og vera til staðar. Það er skrýtið að vera með auglýsingaherferð hjá Lýðheilsustöð um að fólk eigi að sinna börnum og gera hitt og þetta til að ekki skapist vandamál sem snerta þjóðina alla og reka á sama tíma láglaunastefnu dauðans og láta verkafólk og almenning nánast lepja dauðan úr skel á meðan þeir sem eiga eitthvað fá alla möguleika á að eignast meira og meira.

Takk


Er ekkert að frétta af vinnumarkaðinum !!

Jæja

Er ekkert að gerst markvert í samningamálum eða hvað ? Eru menn farnir að ræðast við.

Það er nú gott að einhverjir eru farnir af stað og búnir að leggja fram kröfur, og svo er spurning hverjir verða fyrstir til að klára málin.

Það er spurning hvort að verkalýðsfélögin verði búin að semja fyrir áramót eins og stefnt er að eða hvort að það sé svo mikið framundan að menn nái ekki að halda áætlun.

Svo væri gaman að vita hvað verið er að leggja fram í kröfum fyrir verkafólk. Sá að Frjálslyndi flokkurinn er með frumvarp til umræðu sem leggur til að skattleysismörkin verði 150. þúsund á mánuði og er ástæða til að fagna því en það verður að teljast ólíklegt að það verði tekið til atkvæðagreiðslu eða fái yfir höfuð undirtektir stjórnarflokkanna. Það væri nú saga til næsta bæjar.

En aldrei að segja aldrei og það myndi skila að mér skilst 22. þúsund króna tekjuaukningar á mánuði fyrir einstæða móðir með 2 börn á framfæri sem er gott. Man ekki hvaða tekjur hún þurfti að hafa.

Takk.


Þetta er málið

Já það er komin ályktun frá ASÍ um komandi kjarasamninga og það er nú margt gott í henni, en erum við ekki að fara út í baráttu við SA um það að VIÐ verðum að vera ábyrg og ekki setja þjóðfélagið á annan endann. Það er nú alltaf þanig að við verkafólkið á að bera ábyrgð á þjóðfélaginu á meðan allir aðrir, þ.e.a.s. þeir sem eiga mest þurfa að eignast meira. Mikill vill meira og getur ekki unað öðrum að fá þann lágmarksrétt að eiga í sig og á og geta sagt nei við mikilli vinnu. Það er nefnilega mín skoðun að það sé markvisst verið að halda niðri launum hjá fólki sem ekki er í stjórnendastöðum til þess að geta notað það út í það óendanlega. Vinnuveitendur vita að fólk er oft í miklum skuldum og eru að nota sér það. Það er ekki að sjá að það sé mikill vilji til að stytta vinnutíma og staðreyndin er sú að hann er að lengjast hjá okkur. Þrátt fyrir að í flestum löndum í kring um okkur sé unnið að því að breyta þessu og t.d. veit ég að það er ekki greidd yfirvinna ef unnið er meira en skylda er, heldur er það tekið út í fríi. Það er þannig á flestum norðurlöndum að ég held. Þetta er eitthvað sem skiptir miklu máli í öllu samhengi við vandamál í þjóðfélaginu. það er t.d slæmt að ekki sé fjölskylduvænni stefna hjá Íslenskum fyrirtækjum nema í minnihluta. Þetta er það sem þarf að breyta. Því segi ég launahækkun, aukinn kaupmáttur og styttri vinnutími er það sem ég tel að skili miklu til þjóðfélagsins.

Takk 


mbl.is Launafólk fái stærri hlutdeild í aukningu þjóðarverðmæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er framundan.

Jú það eru kjarasamningar, ársfundur ASÍ og margt annað. En gaman verður að sjá hvað kemur frá ASÍ mönnum í lok fundar, ályktanir eða eitthvað annað sem vert er að sjá fyrir komandi kjarasamninga.

Það væri líka gaman að vita hvað er að gerast hjá Vinnumálastofnun eftir að hún fór að sinna eftirliti með fyrirtækjum og hvað þeir ætla að gera við GT Verktaka sem í villu sinni lögðust svo lágt að mínu mati að fá starfmenn sína til að samþykkja yfirlýsingu( þá sem náðist í ) til að reyna að bjarga nafni fyrirtækisins. Það er einkennilegur andskoti að geta ekki sýnt fram á að allt sé löglegt og eðlilegt í þessu máli, heldur fara í einhvern leik sem gerir ekkert annað en að skella á þá meiri líkum á sekt. Það er allavega mín skoðun og tel ég að fyrirtæki sem er með þetta í lagi þurfi ekki að fjarlægja menn til þess að þeir standi ekki á rétti sínum. Og að halda að það sé nóg að nokkrir fari heim. Það eru fleiri búnir að koma fram sem segja farir sínar ekki sléttar. Er búið að taka þetta fyrirtæki í gegn og önnur fyrirtæki sem eru að fara illa með launamenn sem eru erlendir, og jafnvel líka eigendur þess. Það er líka eitthvað fyrirtæki sem verið er að beita dagsektum vegna þess að það hefur ekki staðið rétt að hlutum og samt eru yfirvöld með vinnumálastofnun í fararbroddi að leyna fólk hvaða fyrirtæki það er. Það er eins gáfulegt og þegar ákveðnum lögmanni var falið að verja meinta níðinga á sama tíma og hann var sjálfur í rannsókn. Þetta eru ákveðin skilaboð til atvinnurekenda. Það á ekki að brjóta lög en við gefum ykkur séns, séns og séns. Síðan sektum við ykkur og hvað svo ? Fyrirtæki sem eru að vinna svona losa sig við þá starfsmenn sem leita réttar sínsd eins og rusl og fá nýtt fólk. Fara til þeirra heimalands, bjóða gull og græna skóga og taka þá svo þurrt þið vitið. Skil ekki lög sem sett eru og engin viðurlög eru við og enginn þorir að taka á málunum. Ég skora á félagsmálaráðherra að klára málið og taka á þessum fyrirtækjum af fullum krafti. Einnig vil ég leggja það til að lög um starfsmannalegur verði aflögð og slíkt þrælahald bannað.

Takk 


Ýmislegt hefur gengið á.

Já óhætt er að segja það að það gengur á ýmsu í borgarstjórn síðustu dagana og ýmislegt komið í ljós, og þá er það alltaf sama svarið hjá sjálfstæðismönnum. Við vissum ekki af þessu og þetta kemur á óvart eða hafði ekki hugmynd um það og svo framvegis. Svo er það þessi klassíska spurning, hver talaði við hvern og hver var fyrstur til að brjóta þann trúnað sem allir segja að ríkt hafi. Hver er hlutur Björns Inga í málinu og hvers vegna kemur hann svona fram. Er eitthvað sem segir að hann muni ekki gera slíkt hið sama við nýjann meirihluta þegar hann verður fyrir mótlæti þar. Þetta er eitthvað sem vert er að hugsa og kannski ætti meirihlutinn í dag að skoða þessi mál. Annað er það sem brennur á mér, hvort að Vinnumálastofnun sé farinn að gera eitthvað í málum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Það er skrýtið hverning mál eru í öllum fjölmiðlum í ákveðinn tíma og hverfa svo og enginn sem fylgir því eftir hvort að verið sé að vinna í málunum, eða taka á þeim málum sem upp koma.

Takk 


Meirihlutinn fallinn, og hvað gerist svo ?

Já það er rétt að nú er kominn nýr meirihluti í borgarstjórn og gaman verður að sjá hvernig tekið verður á málum málanna, það er mönnun leikskóla og annað sem snertir all flesta borgarbúa sem eru með börn á framfæri. Nú svo verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í orkuveitumálinu.

Annars er bara spurning hvernig hlutirnir þróast í þessum málum, við höfum verið með þennan meirihluta áður að mestu leiti og það hefur verið ágætt.

Annars er bara tilhlökkun í mér varðandi kjarsamningana og vona ég svo sannalega að það verði tekið á launamálum verkfólks og að það verði metið að verðleikum, því að án þess er ekki mikið sem kemur frá fyrirtækjunum. Það byggir afkomu sína á því sem kemur frá verkafólkinu, því að það er mikilvægur hluti af keðjunni sem knýr fyrirtæki. Það á ekki bara að borga fólkinu sem er með menntunina góð laun(án þess að ég sé að setja út á menntun). Fyrir 17 árum var ég í Hollandi og var að tala við systir vinar míns og vinkonu hennar sem er hollensk, og hún spurði mig hvað ég gerði og ég svaraði "bara hafnarverkamaður" og hún spurði mig strax af hverju segir þú bara ? Ég svaraði það veit ég ekki og þá sagði hún þetta við mig. Veistu ekki hvað það er mikilvægt að hafa verkafólk, það er fólkið sem klárar það sem aðrir byrja á. Þ.e.a.s sölumenn selja frakt og þú tekur við henni, setur í gám eða um borð í skip, sama á við í öðrum störfum.

Ég var ekki alveg að skilja þetta þá en í dag sé ég hvað almenningur í öðrum löndum(byggt á þessum orðum) hugsar öðruvísi en hér. Það er skems að minnast þess þegar Reykjavíkurborg og Efling stéttarfélag gerðu samning í desember 2005 og þá varð allt vitlaust í röðum félaga Leikskólakennara og fl. vegna þess að þau gátu ekki unað við það að "ómenntað fólk" fengi góð laun. Það er alveg fáránlegt. Mín skoðun er sú að það á að vera í lagi þegar einhver gerir góða hluti og ekki á að setja út á það.


Hvað er orðið um málið fyrir austan ?

Jæja er búið að þagga niður mál Lettnesku starfsmannanna hjá GT Verktökum/NCL eða hvað ? Það er ótrúlegt að láta starfsmenn eða forsvarsmann starfsmannafélags starfsmanna koma fram í fjölmiðlum og lýsa yfir ánægju sinni með fyrirtækið( eða þá sem náðist í ) og framkomu og samskipti. Fyrirtæki sem er með hlutina i lagi og lendir í þessari stöðu, leggur að sjálfsögðu fram þau gögn sem þarf til að sanna sakleysi sitt, en taka ekki til við að senda menn úr landi og láta aðra starfsmenn tala sínu máli. Það er að mínu mati mikill veikleiki og ber vott um að fyrirtækið sé að segja við þjóðina, við erum fórnarlömbin í málinu, við borgum þeim fleiri hundruð þúsunda á mánuði en þeir eru að heimta meira. Þá segi ég sannaðu mál þitt en ekki leggjast svo lágt að nota aðra til að klóra í bakkan fyrir þig. Gaman væri að láta kanna hver er staða fyrirtækisins innan verkalýðshreyfingarinnar almennt ? Hafa félög þurft að hafa afskipti af þessu fyrirtæki ? Einnig vildi ég sjá ef að starfsmenn eða fyrrverandi starfsmenn stígi fram og segi sína hlið á málinu.

Takk.   


Maður gæti haldið að það væri öfundsýki í gangi ?

Já það er nú skrýtið ef að ekki má hafa sínar eigin skoðanir og sjálfstæðan vilja þegar kemur að því að þjónusta félagsmenn sína. Það virðist vera svo að þeir aðilar sem hafa verið að blogga um þetta séu á móti því að félög hafi sjálfstæða skoðun og hafi sitt umboð til að semja, en afhendi það ekki til annara. Auðvitað eru þessi félög og landsambönds í ákveðnum málum að vinna saman en Flóinn er sér með þau mál sem snerta þá atvinnurekendur sem þeir semja við. Tel að það sé í lagi.

Takk


mbl.is Flóafélög vilja auka kaupmátt og hækka lægstu laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband