Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Skattaþrep 1,2 eða fleiri

Já nú kemur í ljós stefna stjórnvalda í skattamálum, en það er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar sem forsenda fyrir samningum, þar sem settar eru fram"hóflegar"kröfur. Það væri ein mesta kjarabót fyrir þá lægst launuðu að fá skattalækkun en nei, ekki vilja sjálfstæðismenn hlusta á það. Það getur orðið til þess að verkafólkið fær eitthvað út úr samningum.

Ég skil bara ekki þessa stefnu, að hygla þeim sem eiga nóg og refsa þeim sem minnst hafa. Það er nú það sem sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir.

Því segi ég það við eigum að sýna hvað við erum orðin þreytt á þessari stefnu og setja allan þunga samningana á þennan lið og ef að ekki verður gert eitthvað í þessu máli þá verðum við að beyta vopni okkar sem er að afla okkur verkfallsheimildar og fara jafnvel í verkfall.

Það er kannski ekki besti kosturinn eða sá fyrsti en við verðum að gera eitthvað. Ef ekki nú í mesta góðæri sögunnar í langann tíma. Það er kominn tími til þess að við fáum bita af kökunni.

Það er ekki öfundsvert að vera í forsvari verkalýðshreyfingarinnar í þessum samningum en ég er þess fullviss að það verði gert allt sem í þeirra valdi stendur og svo er það okkar að standa við bakið á félögunum. Því það er þannig að félögin erum við og við verðum að berjast fyrir betri kjörum, ekki getum við lagt það á forystuna að taka alla ábyrgðina. Við berum ábyrgð og verðum að standa undir henni.

Því segi ég, látum í okkur heyra og látum vita af því að við erum tilbúin til að taka slaginn.

Lifi byltingin.

  


Svakalega er gott að búa á Íslandi!!

Já það er nú gott að lífsgæðin eru best á Íslandi, en ég vildi sjá samanburð á kostnaði við framfærslu og samanburð á því innan Evrópu og sjá hvernig það kemur út.

Það er löngu vitað mál að á norðurlöndum sé ekki mikið um háar launakröfur og að það sé miklu meira um að við séum að gera miklar kröfur og að laun hafi hækkað mikið á Íslandi umfram önnur lönd.

Það skyldi þó aldrei vera að það sé vegna þess að það eru talsvert hærri laun á norðurlöndunum og talsvert ódýrara að lifa, matar og fataverð er lægra og einnig er hægt að leita annað til að versla á hagstæðann hátt.

Því kemur það á óvart að það sé best að búa á Íslandi, þrátt fyrir hátt verð á húsnæði. Svo hátt að það er nánast vonlaust að kaupa 3ja herbergja íbúð nema að heimilið hafi 690 þús milli handanna á mánuði, sem þýðir að nánast allt verkafólk og fólk með takmarkaða menntun eigi möguleika á því að eignast húsnæði við hæfi. Svo er ómögulegt fyrir verkafólk að leigja sér húsnæði vegna þess að það kostar nánast mánaðarlaun og kannski rúmlega það ef að fólk þarf að fá stórt húsnæði. Tala nú ekki um verð á eldsneyti sem hækkar alltaf þegar gengið breytist en lækkar ekki að sama skapi.

Því er það mér óskiljanlegt hvar þessi lífsgæði eru að mælast og hverjir voru í þessari mælingu.

Ég er nokkuð viss um að nú er mikið sálfræðistríð vegna komandi kjarasamninga og verið að kveða óánægjuraddir þeirra sem ekki geta lifað á launum sínum og eru að bíða eftir að þeir njóti þess góðæris sem þjóðkjörnir fulltrúar tala um og allir eru að segja frá. Vissulega hefur verið mikið launaskrið á vinnumarkaði, en það er nú bara þannig að það eru ekki allir að njóta þess og það eru einmitt þeir sem síst máttu við því að sitja eftir. Gaman væri að fá tölur frá Hagstofunni til að sjá hvað þarf til að komast af í þessu landi.

Læt þetta duga í bili.

Takk.


Góð skilaboð eða hvað ?

Já er það von að maður spyrji. Hvað verður næst ? Ef að fyrirtæki er ekki aðili að SA þá þarf ekki að greiða laun samkvæmt kjarasamningum eða hvað. Svo er það þetta að af því að það var verið að greiða svo góð laun að þá er það í lagi að skerða ellilíeyrinn. Þetta er skrýtin ákvörðun en kemur þó ekki á óvart. Það er alltaf þannig að á meðan íhaldið er við völd þá er um að gera að vernda þá sem eiga nóg af öllu á kostnað hinna.

En við lifum í landi þingmannana eins og Bubbi sagði í laginu sínu og við kjósum þetta yfir okkur og kvörtum svo yfir þessu, en engum dettur í hug að standa upp og segja stopp, nei við látum bara vaða yfir okkur á skítugum skónum og segjum svona er lífið. Ekki er það sama gert í Frakklandi ,þó að ég sé ekki að mæla með endalausum verkföllum.

Ég tel hins vegar að þegar við erum beitt misrétti þá eigum við að sniðganga þau fyrirtæki sem gera það, líkt og mér skilst að verið sé að gera við fyrirtæki sem ruddist inn á fund hjá félagi málmiðnaðarmanna og vélstjóra um daginn til að reka sína menn út. Það er fáránleg framkoma að skipta sér af því hvað menn eru að gera í frítíma sínum.

Því segi ég bara þetta, ef að þið teljið að fyrirtæki séu að svína á ykkur, þá komið því á framfæri og sniðgangið fyrirtækið og látið aðra vita af málinu.

Takk.


mbl.is ÍE ekki bundið af ákvæði kjarasamninga um hækkun lífeyrissjóðsgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hey hey segum hóhóhó

Jæja þá

Nú er komið að því að leggja fram nokkrar spurningar

Hvað er að gerast í kjaramálum og undirbúningi vegna kjarasamninga og hverjar eru kröfurnar ?

Við höfum fengið að sjá kröfur frá sumum samböndum og þær eru með það að markmiði að auka kaupmátt og hækka lægstu laun og það virðist ætla að vera gegnum gangandi hjá öllum, en fróðlegt verður að sjá hvað kemur frá SGS og Flóanum.

Tel að það sé eitthvað á sömu nótum og hjá hinum samböndunum og vona að það verði tekið á lægstu launum og kauptöxtum og einnig að ríkið komi með gott útspil í pakkann. Því að það munar mest um það. T.d. skattalækkun og hækkun á persónuafslætti, hækkun vaxta og barnabóta og margt fleira. 

Já það er mikið af spurningum um þessi mál og ég held að þetta verði ekki auðvelt að eiga við vegna þess að það er svo mikil reiði í þjóðfélaginu vegna þessara mála og allra hækkanna sem hafa orðið hjá ráðamönnu og öðrum sem hafa margfaldar tekjur okkar verkafólksins.

Því er ég nokkuð viss um að það verði mikið fjör í komandi kjarasamningum og kannski væri ráð að láta iðnaðarfélögin og verslunarmenn fara fyrst í samninga og sjá hvað kemur út úr því og síðan komi fylking verkfólks og geri aðeins betur. 


Góðar og gildar kröfur

Já það er gaman að sjá hvað verið er að setja fram sem kröfur í komandi kjarasamningum og þá með tilliti til baráttu iðnfélaga við það streymi af erlendum starfsmönnum sem verið er að ráða og greiða verkamannalaun og því komið undirboð á markaði. Það er ekki verið að setja allt á annan endann með brjáluðum launakröfum og að gefa skít í allt. Það er verið að koma með kröfur sem tryggja í þessu tilfelli félögum Samiðnar betri afkomu og að ríkið sé dregið til ábyrgðar og eigi líka að koma að málum okkar.

Jú það er nú svo að bilið á milli starfa eftir menntun eða hvort að fólk er stjórnendur eða ekki er orðið allt of mikið og það er orðið þannig að þegar boðið er starf er það aðal "gulrótin" að hægt sé að fá næga yfirvinnu. !!!

HALLÓ það er ekki lengur það sem við viljum og í sumum strfsgreinum er verið að setja lög og reglur tengd EES sem hreinlega banna þessa brjálæðislegu vinnu. Þá er verið að reyna að stuðla að öryggi í umferð og stytta vinnutíma hjá bílstjórum almennt sem eru í langkeyrslu.

Þetta er eitthvað sem þarf að skoða í samhengi og í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að mínu mati og einnig samtök atvinnurekanda. Það þarf nefnilega að athuga hvort að ekki sé verið að kippa fótum undan mörgum fjölskyldum.

Svo er það nú yfirlýsing Forsætisráðherra að fólk eigi að halda að sér höndunum í neyslu, og hvað ?

Bara að borða aðra hverja máltíð og greiða bara suma reikninga og ekki stækka íbúðir ef á þarf að halda.

Vona að það komi gott úr þessu.

Takk


mbl.is Samiðn leggur fram kröfugerð fyrir kjarasamnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið að reynsla í starfi sé ekki metin á milli sveitafélaga

Já það er furðulegt að núna fyrst sé verið að meta starfsreynslu á milli sveitafélaga, eins og að það sé ekki sama vinnan á t.d. leikskóla í Reykjavík og Kópavogi eða Mosó ? Það er allt reynt til þess að halda launum niðri.

En það er nú einu sinni þannig að það er metið á milli allra í stjórnendastöðum og öðrum yfirmannastöðum að ég tel en ekki hjá almennu starfsfólki, vegna þess að það er að sliga fyrirtækin að þurfa að hafa fólk í vinnu. Svo er það með kröfur og vill hækka í launum.

Segi bara mikið er gott að þetta sé komið til leiðar og það ekki seinna en á 21 öldinni.

Takk  


mbl.is Starfsreysla á leikskólum verður metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki komið út í rugl ???

Jú það finnst mér og tel að ASÍ sé bara að skaða ímynd sína með því að taka þátt í þessum deilum í fjölmiðlum.

Það hlýtur að vera í lagi að ÖBÍ hafi sínar skoðanir á þessu máli og er ég viss um að það séu fleiri sem hafa ýmislegt út á þetta að setja. Þar á meðal er ég og er samt ekki að segja að þetta sé alslæmt. Mér finnst það hins vegar ekki tímabært að gera þetta núna og á þessum forsendum.

Það er sjaldan eða aldrei meira um að fólk á vinnumarkaði sé að lenda í veikindum vegna álags sem hlýst að því að fyrirtæki fá ekki starfsfólk, sem að hluta eða öllu leiti er vegna launamála. Það er ekki bara á ábyrgð stéttarfélaganna að launin séu lág, fyrirtækin geta hækkað launin ef að það er málið, en kenna svo félögunum um að það sé ekki hægt vegna kjarasamninga. Þvílíkt bull.

Því held ég að það sem er að gerast í þessu máli milli ÖBÍ og ASÍ sé ekki réttur vettvangur til að ræða það og menn eigi að setjast niður og fara yfir málið saman. Það er ekki endilega þannig að allir séu sammála en ASÍ á ekki að setja út á þá sem ekki eru sammála þessari aðferð.

Ég get vel skilið það sjónarmið að þetta eigi að vera hjá ríkinu en ekki aðilum vinnumarkaðar og ennfrekar ef að það kemur niður á öðrum hópum.

Takk.


mbl.is Öryrkjabandalagið lýsir furðu á yfirlýsingu ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameining af hinu góða ?

Já það er líklegt.

Það er miklu sterkara að vera með stórt félag sem er öflugt og getur veitt góða þjónustu við félagsmenn sína, ekki spurning.

En það verður gaman að fylgjast með hvað kemur út úr þessari kosningu og kannski spurning um tímasetningu ? Er ekki nóg að vera á þeim tímapunkti að vera að gera kjarasamninga og allt sem því fylgir. En kannski skiptir það ekki máli, ef að allt er vandlega unnið og vel skipulagt.

Segi ég því, gott framtak og gaman að sjá útkomuna.

Norðlenskt já takk.

 


mbl.is Kosið um sameiningu norðlenskra verkalýðsfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupmáttur er málið

Hvað er að frétta af samningamálum og hvernig ganga viðræður, ef einhverjar eru.

Já það er nú þannig að nú er málið að semja um kaupmátt og það er það sem flestir vilja. Það hefur verið sýnt fram á að það skilar mestu til okkar launamanna. Ef að farið er í offorsi með háar kröfur þá er hættan sú að allt fari á annan endann og óðaverðbólga fylgi í kjölfarið, jafnframt er það besta leiðin fyrir verkalýðsforystuna að fara fram með þeim hætti.

Veit ekki alveg hvernig samningarferlið virkar í heildina en hef komið að samningum á þeim vinnustað sem ég var að vinna á og það var mjög gaman. Tel að ég hafi lært mikið á því ferli og var einnig trúnaðarmaður á þeim vinnustað, samt ekki þegar ég var þáttakandi í gerð samninga 2004.

Mitt mat er það að sú staðreynd að erfitt er fyrir verkalýðsfélögin til að fá fólk til trúnaðarstarfa sé vegna þess að fyrirtækin haldi að verkalýðsfélögin og talsmenn þeirra séu einhver grýla sem ekki á að vera til, en hins vegar er það ekki þannig. Ef að fyrirtæki vilja hafa gott samstarf við sitt starfsfólk þá er ekkert betra en að hafa góðan aðila sem starfsmenn hafa kosið og getur unnið með öllum sem til þarf til að gera vinnustaðinn sem bestann. Hins vegar er það þaning að sum fyrirtæki eru ekki tilbúin til þess og ef að einhver sem kosinn er að samstafsmönnum sínum er vel máli farinn, rökfastur og getur komið málum á framfæri með góðum hætti þá er reynt að svæla hann í burtu.

Þetta er skrifað af reynslu minni hjá því fyrirtæki sem ég vann hjá. Mér var komið í skilning um að ef að ég væri til í að endurskoða þá ákvörðun mína að vera trúnaðarmaður þá væri hægt að skoða eitthvað fyrir mig. Það var líka sagt að meðan ég væri í þessu kæmist ég ekki áfram hjá fyrirtækinu. 

Ég afþakkaði það pent og vildi starfa áfram fyrir mína félaga því að mér finnst að maður eigi að hafa skoðanir á þessum hlutum og geta staðið á sínu. Ég hætti að starfa sem trúnaðarmaður eftir nokkurra ára starf, komst samt ekki áfram í fyrirtækinu og er kominn í aðra og miklu betri vinnu sem tengist þessum málum og sé ekki eftir því.

Það gerðist eingöngu vegna þess að ég þori að segja mína skoðun og meiningu á hlutunum og þegar á minn rétt var gengið sagði ég stopp.

Það er nauðsynlegt að hafa skoðun og standa á henni. Ég gerði það og það varð til þess að ég lét ekki valta yfir mig.

Takk    


Þetta er eitthvað sem ríkið á að gera!!!!!!!!!!!!

Ég er alveg sammála því sem fram kemur hjá ÖBÍ að þetta sé ekki eitthvað sem verklýðshreyfingin og atvinnurekendur eigi að vera að versla með. Það er ábbyggilega margt gott í þessum tillögum en á launafólk að fara að greiða hluta af líeyrisgjölum sínum til að stofna áfallatryggingasjóð og borga sjálft fyrir sinn veikindarétt ? Hvað er það sem atvinnurekendur greiða og annað sem er kannski forvitnilegra, hvað eru þeir að spara sér á þessu ? Það hefur ekki komið fram. Ég er viss um að með þessu þá eru þeir að spara talsvert því að samkvæmt þessu kerfi þá borga þeir 2. mánuði á fullum launum eða staðgengilslaunum og restin er úr áfallatryggingasjóði í allt að 5 ár í heildina. Hins vegar er það í dag þannig að þeir greiða allt að 4. mánuði í veikindum og svo eru allt að 6 mánuðir sem greiðast úr sjúkrasjóði sem atvinnurekendur greiða í og rennur hluti af því lika í áfallatryggingasjóð. Það þýðir í mínum huga bara hagræðingu á kostnaði frá atvinnurekendum til okkar. Við þurfum að fórna 1 % af okkar lífeyrisréttindum og standa undir kostnaði við sjóðinn. Það er ekki mér vitanlega að neitt sem þeir greiða í þennan sjóð sem þeir eru ekki að greiða í dag. Minni veikindaréttur hjá atvinnurekanda þýðir minna fyrir hann að greiða.

Ef einhver er með meira um þetta væri gaman að heyra frá þeim.

Takk 


mbl.is Áfallasjóður áfall fyrir ÖBÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband