Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Sit hér og les i Kemi

Já það er latína að lesa Kemi á dönsku, en það er að lagast og ég er farinn að skilja meira en í janúar. Þetta er samt alveg þrælskemmtilegt og það verður gaman að sjá árangurinn. Ég er sennilegast að fá 3 rapport til baka á morgun og gaman að vita hvort að það sé búið að góðkenna þær, var að endurvinna eina. En nú er að styttast í prófin, tek tvö próf og svo er kennt í hinum fögunum til 26 júní að ég held. Þetta er langt og strangt, en það er gott. Verður en betra á næstu önn.

Gott í bili.


Bara smá fréttir!

Jæja það er mikið að gera í skólanum og önnin hálfnuð, gengur bara mjög vel og ég er alveg að fíla skólann. Hefði nokkur maður trúað því að ég myndi gera þetta, segjum fyrir 10 árum. Ekki ég. Það er gott að þetta leggst vel í okkur og nú er bara harkan sex. Styttist í próf og þá verður nú fjör. En lífið er auðvelt fyrir námsmenn hér og mikið í boði til að hjálpa þeim sem eru í námi. Bara snilld það. En það er ekki kreppa hér eins og á Íslandi, en samt er að dragast saman á vinnumarkaði. En ég er með vinnu um helgar og er að fá vel greitt fyrir það. Borga ekki skatt, námsmaður vinnur skattlaus meðan hann á persónuafslátt, en greiðir síðan fullan skatt. Svo er hægt að fá meiri persónuafslátt, ef að maður er að koma til þess að læra og gerir það innan 6. mánaða. Ég er búinn að sækja um það og á rétt á því að mér skilst.

Gott í bili.


Sæll, eigum við að ræða það eitthvað !

Já við skulum gera það, en önnin er hálfnuð hjá mér og það gegnur bara mjög vel. Þetta er miklu skemmtilegra en mig grunaði og það er gott mál. Ég er búinn að vera að læra alla daga langt fram á kvöld og það er fínt. Það þarf að leggja allt í þetta, sérstaklega svona fyrst. Kannski verður þetta auðveldara eftir því sem að maður bæði skilur meira og lærir að læra. Það er þjálfun eins og annað. En eins og áður sagði þá er þetta bara gaman og ástæðan fyrir því að ég hef ekki bloggað lengi hér er að ég hef verið upptekinn við að læra. En látum þetta gott heita um skólamálin hér í bili.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband