Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Margt skrýtið í henni veröld

Það má nú segja það, en ég er námsmaður og er í námi í fyrsta skipti í áratugi, en ég tók 300 klst. nám hjá Mími Símenntun 2004 sem er algjör snilld og er nú kominn í skóla í Danmörku í framhaldi og gengur bærilega, er að taka inntökukurs í teknikum í Odense. Ég tek það á 3 önnum og er þess vegna ekki í fullu námi, að mati LÍN og fæ bara 75% lán og það sem verra er, er að ég nái ekki einu prófi og fæ þess vegna ekki nein lán, ekki einu sinni fyrir því sem að ég náði, en tel að ég sé með 75% staðið þar sem ég er í 4 fögum, en nei, það er ekki nóg fyrir LÍN. Ég er með fjölskyldu sem að ég sé fyrir og fæ lán eða ekki lán til þess. Það er með ólíkindum hvernig þessar reglur hjá LÍN eru og ekki öfunda ég þá sem fá yfirdrátt í banka og þurfa að hafa áhyggjur að fjármálunum á meðan verið er að taka prófin og vita að það getur allt staðið og fallið með prófinu. Skil ekki þessa hugsun, en ég var ekki búinn að fá fyrirgreiðslu í banka og þetta kemur sér ekki vel fyrir mig. Ég þarf að bíða fram í ágúst til að taka endurtökupróf og ef að það klikkar þá er það næsta vor. Og þá fæ ég nú loksins námslán, ef að ég næ prófinu. Ég spyr, á hverju á ég að lifa þangað til og hvernig. Á ég að þurfa að vinna og vinna til að eiga fyrir mat, og þá er minni tími til að læra og þá líka meiri líkur á falli og þá þarf LÍN ekki að greiða mér, þvílik snilld þetta kerfi, gæti haldið að það væri íhaldið sem hefði búið þetta til. Hélt alltaf að þetta ætti að vera til að létta námsmönnum lífið, ekki að íþyngja þeim. En það er öðru nær. Hér í Danmörku er allt annað kerfi sem er hvetjandi fyrir fólk til að fara í skóla en það er líka byggt á árangri en þó ekki þannig að það sé ráðist á þig í sárum eftir próf. Og ekki eru það bankarnir sem eru að hagnast á námsmönnum með frábærum tilboðum. Nei það eru vextir og ekkert annað og engin miskun ef að eitthvað klikkar. En þetta er bara pæling sem ég velti um í huga mér.

Takk

Maestro


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband