Frábært framtak hjá borginni!!!

Svon á að bregðast við þegar illt er í efni.

Reykjavíkurborg er að bragðast við því með að fá fólk til að taka frekari þátt í símenntunaráætlun hennar og fá viðbótarhækkkun fyrir það.

Kannski er þetta málið en það þarf líka að skoða þetta án kvaða, það sem ég er að meina er að það þarf að hækka lágmarkslaunin og meta þau störf frekar sem fólkið er að vinna.

Það gengur ekki að þeir sem eru að stjórna borginni séu á háum launum og geri ekki neitt án þess að fá greitt fyrir það, en svo eiga allir aðrir að gera allt fyrir nánast ekki neitt. Það er misrétti og ekkert annað. Eitthvað sem nýr meirihluti segir sig ekki standa fyrir.

Takk.


mbl.is Borgin hækkar launaviðmiðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Þetta er vissulega vel gert hjá borgarstjórn, ekki veitir af að fólkið fái almennileg laun, eða alla vega betri laun. EN ég sé bara eitt í vændum... Það er strax byrjað að vaða í borgarsjóð eins og í öðru máli um daginn (bara man ekki hvaða mál það var því miður), eins gott þeir hugsi málin til enda.  Ég sagði á bloggi nokkru um daginn að ég gæti trúað því að áður en þessu kjörtímabili lýkur, verður borgarsjóður kominn í bölvaðar skuldir og gæti einfaldlega komið til þess að útsvar þurfi að hækka. 

Vona reyndar að Dagur B. standi sig betur en ég býst við, örugglega fínast náungi, og vona reyndar bara hann standi sig frábærlega, en þetta er þó samt mín spá. 

ViceRoy, 28.10.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband