Það er ekki spurning

Að Eiður Smári er fyrirmynd allra þeirra sem eru að stefna að atvinnumennsku og lætur það ekki slá sig út af laginu að vera á bekknum.

Það hefur oft verið talað um þá knattspyrnumenn sem eru hjá félagi, fá há laun og spila ekki sem einhverja áskrifendur af launum sínum. Það á ekki við um víkinginn okkar hann Eið, sem er að berjast fyrir sæti sínu og er ekki á þeim buxum að fara annað til að geta haft minna fyrir hlutunum.

Þetta er hinn sanni íþróttaandi og ef að ég man rétt þá var nú búið að segja við hann að hann ætti að hætta eftir að hann átti í miklum meiðslum þegar hann var að spila á íslandi. Held að þetta sé rétt munað.

Því er bara eitt að segja um Eið. Hann er sannur baráttumaður.

Takk


mbl.is Eiður: Hef styrkt stöðu mína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband