Laun í Danmörku !!!

Það er skrýtið að upplifa það hér, eftir að hafa verið að vinna hjá stéttarfélagi á Íslandi, hvað það er mikill munur á launum og í sumum störfum.

Var á kynningu í skóla þar sem kenndar eru 3 námsleiðir inn í heilbrigðiskerfið, og launin eru að lágmarki 10.000 kr. danskar og upp í 18.000. Það er slatti í dag miðað við Ísl. krónuna. Svo var mér sagt að 18 ára strákur með vann sem handlangari í byggingavinnu var með 135 kr. á tímann. Það er talsvert meira en á íslandi þó að við myndum reikna út frá 10 kr. gengi, svo ekki sé nú talað um 20 kr. En það telst hér full vinna að vinna 37 tíma á viku þannig að þetta eru um 160 tímar á mánuði. Mér var sagt að ég gæti fengið 150 kall þannig að ég gæti haft það gott í byggingavinnu hér á dagvinnulaunum, ef að rétt er. Skrifa þetta með fyrirvara, en þetta er það sem mér var sagt af Íslendingi sem er búinn að vera hér frá 1985. Hann ætti að vita hvernig þetta er hér. En það skal líka taka fram að hér er öðruvísi að lifa, greitt fyrir vatnið, heitt og kalt og allt það. Kostar svolítið þannig að það kemur á móti, svo eru skattar hærri, en líka meira sem að gert er fyrir skattgreiðandann. Hann greiðir ekki fyrir komu til læknis, nema í gegn um skatta. Maður er að læra þetta svona smátt og smátt. Ég gæti alveg hugsað mér að vinna í byggingavinnu á þessum launum, og aldrei að vita nema maður geri það í sumar. Það er ekki komin mikil kreppa ennþá á vinnumarkaði sem að ég hef heyrt af, en það er verið að spá aðeins hærri tölu í fækkun starfa á næsta árinu eða svo. Það er verið að tala um 40.000 störf á móti 7-9000 á Íslandi, ekki að ég sé að gera lítið úr vandanum þar. Hins vegar er hér talað meira um ákveðin fög, en ekki bara ófaglærða.

Nú styttist í að ég byrji í háskólanum, en það er í lok janúar og hlakkar mig mikið til. Það gengur vel í dönskunáminu og ég er að læra helling á þessu. Það er mikill munur að læra þetta hér í Danmörku, þýðir ekkert að segja hlutina með íslenskum áherslum. Þá er maður látinn segja það aftur og aftur. Alveg þangað til að maður segir það rétt. Sem er hið besta mál. Ég er að læra ný og ný orð á hverjum degi og líka að læra málfræðina. Það er eitt að segja orðin og allt annað að skrifa þau. Svo eru líka orð sem eru skrifuð eins en ekki sögð eins og þýða alls ekki það sama. 

Það var verið að breyta klukkunni hér og nú þarf maður að stilla tímann upp á nýtt.

En þetta er gott í bili. Skal reyna að vera duglegri að skrifa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband