Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Nú fáum við að sjá hvað ríkisstjórnin er rausnarleg.

Það verður gaman að sjá hvort að það á að nota kosningaloforðin um skattalækkun líka sem aðkomu ríkisstjórnar að kjarasamningum. Það er eitthvað sem við viljum ekki sjá og verður ekki litið við því. Við erum að bíða eftir sértækum aðgerðum ríkisstjórnarinnar varðandi þá sem hafa lægstu launin. Það verður að vera rausnarleg aðkoma til að kjarasamningar náist. Líst líka vel á tillögu FÍB um lækkun á sköttum sem lagðir eru á eldsneyti. Allt sem aukið getur kaupmátt er jákvætt.
mbl.is Funda með ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorir einhver að andmæla!!!!!

Mikið er gaman að vita að einhver telur að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn hafi gengið of langt. Mér finnst að þeir fulltrúar fjölmiðla sem mættu, hefðu átt að pakka saman og fara. Þeir hafa örugglega ekki getað það vegna þess að þeir voru þarna samkvæmt fyrirmælum. Fjölmiðlar eiga að láta vita að ekki eigi að koma fram á þennan hátt við þá eða starfsfólk þeirra. Lítilsvirðing Sjálfstæðismanna í garð annara er hneisa sem ekki á að líða. því segi ég að sú staða sem komin er upp að Samfylkingin sé með meira fylgi en sjálfstæðisflokkurinn, er þeim sjálfum að kenna og nú hafa þeir sýnt sinn innri mann. Lít svo á að þeir séu sjálfum sér verstir. Þeir verða að súpa seiðið af því.
mbl.is Blaðamannafélagið sendir Sjálfstæðisflokki bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamótasamningar ????????????

Já er það ekki bara málið. Þetta er rúmlega 30 % hækkun á samningstímanum og lengra orlof. Það er alveg ágætis búbót að mínu mati. 16% í upphafi og svo kemur hitt inn í áföngum. Hlýtur að vera ánægjuefni fyrir íslenskt verkafólk og ég er viss um að þegar við fáum meiri upplýsingar þá munum við sjá hvað þetta er mikill sigur fyrir okkur í erfiðum aðstæðum og mikilli óvissu.

Það kom fram á bloggi í annari grein um meginatriði samninga að það ætti að losa sig við ASÍ og semja um 20% launahækkun, og vil ég benda bloggara á að bíða og sjá áður en dæmt er.

Það er að rætast úr þessum samningum finnst mér og ég held að fólk eigi að hlusta á kynningar og mæta á fundi þar sem þetta verður kynnt, ef að samningar nást á þessum tölum.

Lifi baráttan.


mbl.is ASÍ og SA á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlakka til að heyra útkomuna

Já það verður fróðlegt  að sjá hvað kemur nú og hvort að SA tekst að eyðileggja samflotið aftur. Skil reyndar ekki alveg af hverju að menn eru að láta SA menn hafa áhrif á hvernig þeir vilja gera hlutina. Eru einhver lög sem segja að SA eigi að stýra þessum viðræðum og að allt skuli unnið á þeirra foesendum. Ég vildi sjá miklu meiri fréttir af því hvernig verklaýðshreyfingin er að gera hlutina, eins og t.d. um áramótin þegar lagt var fram plagg fyrir ríkisstjórnina. Þá var verið að taka frumkvæði og reyna að fá þá að málum fyrr en áður hefur verið gert. Nú á að gera það sama gagnvart SA og segja þetta er það sem við viljum að verði grundvöllur viðræðna og þetta eru tölurnar sem við erum að horfa til. Kannski er verið að gera það á fundum en það er ekki að koma skýrt fram. Góð áróðursvinna sem verið er að vinna hjá Hlíf í Hafnarfirði.

Takk. 


mbl.is Kjaraviðræður fram á kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mikilvægt að fá góðann bita af köku ríkisins.

Já það er eitthvað sem gæti liðkað til fyrir samningum að ríkið vildi setja eitthvað inn í pakkann. Skattaþrep fyrir láglaunafólk er eitthvað sem við græðum á og hækkuð viðmið í vaxta og barnabótum. Ekki veitir af að bæta hag fólksins sem er að eignast húsnæði og er að ala upp börn.

Legg til að það verði komið með veglegt tilboð frá ríkinu.


mbl.is Hugsanlega bætt í framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahérna hér!!!

Já hvað er annað að segja þegar þetta er allt að gerast, já ég segi gerast.

Er það nema furða að fólk spyrji hvað er að verða sátt um. Það er nú ekki gott afspurnar að það sé verið að ræða allt út frá grunni SA og þeim hugmyndum sem þeir setja fram.  Ég get ekki séð að það sé mikið bitastætt í þessum tilboðum frá SA og tel reyndar að nú sé lag að verkalýðshreyfingin leggi fram sambærilegt plagg á þeim forsendum sem við viljum sjá í kjarasamningum byggt á kröfum okkar og láta á það reyna hver viðbrögðin verða.

Tel það mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að láta ekki taka sig í bólinu með það að vera ávallt að elta Vilhjálm Egils í þessu máli. Hann virðist vera að leika sér að því að búa til sundrúng í hópnum og tekst það ágætlega. Vona að það komi eitthvað fram sem er byggt á kröfum okkar.

Takk


Mikið væri nú gott ef samningar nást.

Já, það er orðið tímabært að klára samningana en þetta tekur að mínu mati allt of langan tíma. Það hefur komið frá hjá formönnum verkalýðsfélagana á landsbyggðini að þetta sé að sparnaður fyrir atvinnurekendur. Það er það eina sem getur útskýrt þennan slóðahátt hjá þeim. 
mbl.is Bjartsýnir samningamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki viss um að þetta sé það sem koma skal!!!

Ég er nú alveg hissa á því að það sé verið að birta þetta og segja að það sé verið að semja á þessum nótum. Ég veit ekki til þess að verið sé að gera kjarasamning sem felur þessar tölur í sér og held að þetta sé bara eitthvað sem rætt hefur verið af hálfu atvinnurekenda.

Tel að ekki sé vert að skoða samning á þessum tölum í því ástandi sem er í dag, launafólk er að gera sér vonir um miklu meiri hækkanir en þetta. Það er alveg ljóst að það er hugur í verkafólki að rétta úr kútnum og fá hækkun sem skiptir máli fyrir þau.

En kannski er það þetta sem atvinnurekendur vilja, verkafólk lepji dauðann úr skel og að þeir hækki yfirmenn, framkvæmdarstjóra og aðra svo um munar. Ráðamenn og aðrir fá líka sitt en þegar á að hækka láglaunafólkið þá er verðbólgan í hættu og ekki má biðja um mikið til að það fari ekki út í verðlagið. Ætli launakostnaður fyrirtækjanna væri ekki í betri stöðu ef að ekki væri verið að greiða þessi háu laun til forstjóra og annara og gera alla þessa starfslokasamninga.

Lifi baráttan.


mbl.is Áhersla á lægstu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega mikið um bruna

Það er alltaf eitthvað að brenna þessa dagana og finnst mér að það sé að aukast. Getur verið að húsin séu að verða svo gömul að raflagnir séu að klikka eða hvað ?

Getur verið að það sé eiihvað í loftinum því að það er ótrúleg fjölgun á fréttum um bruna á síðustu mánuðum. Vona að þetta fari nú að minnka aftur því að það er ömurlegt hvað margir eru að missa allt sitt úr höndum.


mbl.is Búið að slökkva eld á Nings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta knattspyrna ?

Gaman væri að vita hvort að þetta er vegna brota eða kjaftháttar.

Ég sá ekki umræddan leik en findist það afspyrnu slakt ef að þetta er vegna kjaftháttar. Þá spyr maður sig, hvort að eggið sé að reyna að kenna hænunni ? Það er líka spurning um það hvort að ekki þurfi að skoða málin ef að þetta er allt vegna grófra brota ?

Því að þetta lið hefur allt til að bera til þess að spila góðann bolta á góðum degi.


mbl.is Manchester United sektað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband