Færsluflokkur: Dægurmál

Fyrsta áfanga í skólagöngu að ljúka!

já það er ótrúlegt en satt að ég er að verða búinn með adgangskursus sem er fyrsti áfanginn að þessari skólagöngu sem að ég lagði af stað í um áramótin 2009. Og þá er ég kominn með stúdentsgráðu til þess að geta haldið áfram, ekki slæmt það, er að verða búinn í prófum og þá er bara sumarfrí í nokkrar vikur svo er vinna í þrjár vikur vonandi, og ef að það gengur ekki þá þarf ég að finna eitthvað annað að gera, reikna ekki með að það verði vandamál. En það sem er kannski mest spennandi er hvort að ég nái að klára þetta og fái góðar einkunnir, og þá líka námslánin mín, það væri fínt,því þá getur maður slakað á og gert eitthvað skemmtilegt í sumar.

læt heyrsat frá mér fljótt aftur


Ja hérna hér!

Bara stutt á milli blogga, en það er bara gaman af því, hér er allt við það sama og ég er að  fara í fyrsta prófið á önn 2 sem er að verða búin, þetta líður bara rosalega hratt og adgangskursinn að verða búinn. Námið gengur ágætlega og er alveg frábært hvað allt er gert fyirir okkur í skólanum, erum búnir að hafa stuðningstíma í öllum fögum nema ensku og svo fáum við sem erum ekki frá DK auka klst. í prófinu, ekkert smá gott. En kannski er þetta alls staðar svona, en þetta kom mér á óvart. Hlakka til að byrja síðustu önnina í adgang og svo að ákveða hvað tekur við, ætli það verði ekki véltæknifræðin eða rafmagnstæknifræði ? Sýnist það vera það sem er að kitla mig. En læt þetta gott heita í bili.

Maestro


Hvað getur maður sagt!

é er svo hissa á hvað tíminn liður hratt, ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga hér lengi, og það er ekki gott en reyni að bæta úr því nú, en ég er að verða búinn með 2 annir í skólanum og er að leggjast í próftörn. Fyrsta prófið er eftir 1o daga og svo erum 3 próf í byrjun jan og eittt um miðjan. svo er önnin búin 22 jan og ný byrjar 26 jan. Það verður gott þegar þessi törn er búinn og næsta önn bara 2 fög, reynar erfið fög en skemmtileg. Læt heyra frá mér fljótlega aftur.

Maestro


Margt skrýtið í henni veröld

Það má nú segja það, en ég er námsmaður og er í námi í fyrsta skipti í áratugi, en ég tók 300 klst. nám hjá Mími Símenntun 2004 sem er algjör snilld og er nú kominn í skóla í Danmörku í framhaldi og gengur bærilega, er að taka inntökukurs í teknikum í Odense. Ég tek það á 3 önnum og er þess vegna ekki í fullu námi, að mati LÍN og fæ bara 75% lán og það sem verra er, er að ég nái ekki einu prófi og fæ þess vegna ekki nein lán, ekki einu sinni fyrir því sem að ég náði, en tel að ég sé með 75% staðið þar sem ég er í 4 fögum, en nei, það er ekki nóg fyrir LÍN. Ég er með fjölskyldu sem að ég sé fyrir og fæ lán eða ekki lán til þess. Það er með ólíkindum hvernig þessar reglur hjá LÍN eru og ekki öfunda ég þá sem fá yfirdrátt í banka og þurfa að hafa áhyggjur að fjármálunum á meðan verið er að taka prófin og vita að það getur allt staðið og fallið með prófinu. Skil ekki þessa hugsun, en ég var ekki búinn að fá fyrirgreiðslu í banka og þetta kemur sér ekki vel fyrir mig. Ég þarf að bíða fram í ágúst til að taka endurtökupróf og ef að það klikkar þá er það næsta vor. Og þá fæ ég nú loksins námslán, ef að ég næ prófinu. Ég spyr, á hverju á ég að lifa þangað til og hvernig. Á ég að þurfa að vinna og vinna til að eiga fyrir mat, og þá er minni tími til að læra og þá líka meiri líkur á falli og þá þarf LÍN ekki að greiða mér, þvílik snilld þetta kerfi, gæti haldið að það væri íhaldið sem hefði búið þetta til. Hélt alltaf að þetta ætti að vera til að létta námsmönnum lífið, ekki að íþyngja þeim. En það er öðru nær. Hér í Danmörku er allt annað kerfi sem er hvetjandi fyrir fólk til að fara í skóla en það er líka byggt á árangri en þó ekki þannig að það sé ráðist á þig í sárum eftir próf. Og ekki eru það bankarnir sem eru að hagnast á námsmönnum með frábærum tilboðum. Nei það eru vextir og ekkert annað og engin miskun ef að eitthvað klikkar. En þetta er bara pæling sem ég velti um í huga mér.

Takk

Maestro


Já blessaður stöðuleikinn !

Hver ber ábyrð á stöðuleika í landinu ? Er það launafólkið eða hvað ?

Ég hef verið viðriðinn samningagerðir og viðræður um kjarasamninga hjá verkafólki sem er ekki með svo háar grunntekjur eða taxta, sem er öryggisnet þeirra. Og alltaf hefur verið talað um að við verðum að passa upp á stöðuelikann og við getum ekki þetta og ekki hitt. Ég held að ef eitthvað er þá hafi verkalýðshreyfingin og launafólk í landinu sem er með lægstu launin verið ábyrgast í þessum málum og það ætti að hrósa þeim fyrir það. Þeir sem eru í forsvari fyrir stéttarfélög og landssambönd hafa oftar en ekki verið rakkaðir í svaðið og verið vegið að þeim á margann hátt. Og þeir hafa samt náð að halda velli og eru enn og aftur kallaðir til þegar ræða þarf stöðuleikann. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þegar sagt er að verkafólk á Íslandi hafi verið ábyrgast í málum sem snúa að stöðuleika og er ég þá fyrst og fremst að tala um félög sem að semja um laun þeirra lægstlaunuðu, sem á áttu svo að fá klapp á bakið með því að hætta við umsamdar hækkanir á launum. En ég vona að sjálfsögðu að þetta leysist allt og að allir nái endum saman. Ég hef unnið fyrir verkalýðshreyfinguna og er stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að kynnast þeirra starfsemi og því sem að þau eru að takast á við.

Sæl að sinni.


mbl.is Viðræður um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt síðan ég hef bloggað hér, en bætum úr því nú!

Já ég var búinn að tala um að leyfa fólki að fylgjast með þessu ævintýri mínu að setjast á skólabekk og ætla að reyna að standa við það. Ég hef hins vegar ekki haft mikinn tíma til að blogga, vegna þess að ég hef þurft að eyða miklum tíma í að læra. Það voru langir dagar í hverri viku og mikil vinna að halda sér á róli í fögunum. En það er skemmst frá því að segja að ég er kominn í sumarfrí, tók 2 próf og er að bíða eftir einni einkunn, en er kominn með hina. Það þarf að bíða eftir einkunn til að fá námslánin greidd hjá Lín og ég er að bíða eftir því. Fæ bara 75% lán hjá þeim af því að ég er að taka þetta á 1 og 1/2 ári en ekki einu. Eins og að ég þurfi ekki að framfleita fjöldskyldunni á sama verði þó að ég sé að taka námið á lengri tíma, skil þetta ekki en það er bara þannig. En ef að svo færi að ég ekki næði prófunum þá er ég betur settur en margur, að ég er ekki búinn að fá yfirdrátt í banka á Íslandi svo að það er enginn banki að bíða eftir mínum aur og vöxtunum af yfirdrætti. Skil ekki það að námsmenn eigi að þurfa að lifa á yfirdrætti og borga vexti á námstíma, en það má ekki svelta bankana. Ekki gæti Lín greitt jafn óðum, því að þá svíkja þá allir, virðast þeir halda. En þetta er eitthvað sem að ég fæ ekki breytt. Þeir skilja ekki að það er nóg pressa á fólki að vera í prófum og að læra fyrir þau, án þess að vera með áhyggjur af því að allt fer í klessu ef að við náum ekki prófi og fáum ekki námslán, þá er bankinn kominn á bakið á manni og vill aurinn sinn. Hér í Danmörku er kerfið þannig að það er styrkur og þú getur líka tekið lán til viðbótar. Styrkinn greiðir þú að sjálfsögðu ekki en lánið greiðir þú að námi loknu, og er það talsvert lægra en íslenskt lán, vegna þess að styrkurinn er það hár að lánið er ekki eins hátt. Og það er ekki nauðsynlegt að taka það. Það er hægt að hafa það fínt á SU styrk og ef að hægt er að vinna eina til tvær helgar í mánuði eða eitt og eitt kvöld. Þá þarfur ekki að greiða neitt til baka að námi loknu og engin pressa á þér um að þú verðir að ná prófunum til þess að lenda ekki í vanskilum í banka. Það er gallin sem að ég sé við Lín.

En gott í bili.

Maestro


Sit hér og les i Kemi

Já það er latína að lesa Kemi á dönsku, en það er að lagast og ég er farinn að skilja meira en í janúar. Þetta er samt alveg þrælskemmtilegt og það verður gaman að sjá árangurinn. Ég er sennilegast að fá 3 rapport til baka á morgun og gaman að vita hvort að það sé búið að góðkenna þær, var að endurvinna eina. En nú er að styttast í prófin, tek tvö próf og svo er kennt í hinum fögunum til 26 júní að ég held. Þetta er langt og strangt, en það er gott. Verður en betra á næstu önn.

Gott í bili.


Bara smá fréttir!

Jæja það er mikið að gera í skólanum og önnin hálfnuð, gengur bara mjög vel og ég er alveg að fíla skólann. Hefði nokkur maður trúað því að ég myndi gera þetta, segjum fyrir 10 árum. Ekki ég. Það er gott að þetta leggst vel í okkur og nú er bara harkan sex. Styttist í próf og þá verður nú fjör. En lífið er auðvelt fyrir námsmenn hér og mikið í boði til að hjálpa þeim sem eru í námi. Bara snilld það. En það er ekki kreppa hér eins og á Íslandi, en samt er að dragast saman á vinnumarkaði. En ég er með vinnu um helgar og er að fá vel greitt fyrir það. Borga ekki skatt, námsmaður vinnur skattlaus meðan hann á persónuafslátt, en greiðir síðan fullan skatt. Svo er hægt að fá meiri persónuafslátt, ef að maður er að koma til þess að læra og gerir það innan 6. mánaða. Ég er búinn að sækja um það og á rétt á því að mér skilst.

Gott í bili.


Sæll, eigum við að ræða það eitthvað !

Já við skulum gera það, en önnin er hálfnuð hjá mér og það gegnur bara mjög vel. Þetta er miklu skemmtilegra en mig grunaði og það er gott mál. Ég er búinn að vera að læra alla daga langt fram á kvöld og það er fínt. Það þarf að leggja allt í þetta, sérstaklega svona fyrst. Kannski verður þetta auðveldara eftir því sem að maður bæði skilur meira og lærir að læra. Það er þjálfun eins og annað. En eins og áður sagði þá er þetta bara gaman og ástæðan fyrir því að ég hef ekki bloggað lengi hér er að ég hef verið upptekinn við að læra. En látum þetta gott heita um skólamálin hér í bili.

Tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins

Já það er skrýtið að þetta sé nánast bara gert þegar Fáfnir er að boða til veisluhalda ? Eru það einu skiptin sem að þetta er gert eða hvað ? Ríkislögreglustjórinn er að láta gera þetta þegar hann fréttir að það sé veisla hjá Fáfni en hvað er gert á milli veislna og það er blásið upp í fjölmiðlum. Er það til að sýna fram á árangur ? Geta þessir meðlimir Hells Angels komið til landsins þá ? Og eru þeir allir glæpamenn eða hvað. Þurfa menn ekki að vera á sakaskrá til þess að réttlætanlegt sé að vísa þeim úr landi ? Margar spurningar og kannski eru þeir allir á skrá, ég er ekki að segja að svo sé ekki. Veit ekki en maður spyr sig hver er tilgangurinn með Schengen aðild ?
mbl.is 12 vísað frá landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband