Hvað er orðið um málið fyrir austan ?
11.10.2007 | 14:49
Jæja er búið að þagga niður mál Lettnesku starfsmannanna hjá GT Verktökum/NCL eða hvað ? Það er ótrúlegt að láta starfsmenn eða forsvarsmann starfsmannafélags starfsmanna koma fram í fjölmiðlum og lýsa yfir ánægju sinni með fyrirtækið( eða þá sem náðist í ) og framkomu og samskipti. Fyrirtæki sem er með hlutina i lagi og lendir í þessari stöðu, leggur að sjálfsögðu fram þau gögn sem þarf til að sanna sakleysi sitt, en taka ekki til við að senda menn úr landi og láta aðra starfsmenn tala sínu máli. Það er að mínu mati mikill veikleiki og ber vott um að fyrirtækið sé að segja við þjóðina, við erum fórnarlömbin í málinu, við borgum þeim fleiri hundruð þúsunda á mánuði en þeir eru að heimta meira. Þá segi ég sannaðu mál þitt en ekki leggjast svo lágt að nota aðra til að klóra í bakkan fyrir þig. Gaman væri að láta kanna hver er staða fyrirtækisins innan verkalýðshreyfingarinnar almennt ? Hafa félög þurft að hafa afskipti af þessu fyrirtæki ? Einnig vildi ég sjá ef að starfsmenn eða fyrrverandi starfsmenn stígi fram og segi sína hlið á málinu.
Takk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður gæti haldið að það væri öfundsýki í gangi ?
11.10.2007 | 09:09
Já það er nú skrýtið ef að ekki má hafa sínar eigin skoðanir og sjálfstæðan vilja þegar kemur að því að þjónusta félagsmenn sína. Það virðist vera svo að þeir aðilar sem hafa verið að blogga um þetta séu á móti því að félög hafi sjálfstæða skoðun og hafi sitt umboð til að semja, en afhendi það ekki til annara. Auðvitað eru þessi félög og landsambönds í ákveðnum málum að vinna saman en Flóinn er sér með þau mál sem snerta þá atvinnurekendur sem þeir semja við. Tel að það sé í lagi.
Takk
![]() |
Flóafélög vilja auka kaupmátt og hækka lægstu laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)