Ýmislegt hefur gengið á.
15.10.2007 | 15:07
Já óhætt er að segja það að það gengur á ýmsu í borgarstjórn síðustu dagana og ýmislegt komið í ljós, og þá er það alltaf sama svarið hjá sjálfstæðismönnum. Við vissum ekki af þessu og þetta kemur á óvart eða hafði ekki hugmynd um það og svo framvegis. Svo er það þessi klassíska spurning, hver talaði við hvern og hver var fyrstur til að brjóta þann trúnað sem allir segja að ríkt hafi. Hver er hlutur Björns Inga í málinu og hvers vegna kemur hann svona fram. Er eitthvað sem segir að hann muni ekki gera slíkt hið sama við nýjann meirihluta þegar hann verður fyrir mótlæti þar. Þetta er eitthvað sem vert er að hugsa og kannski ætti meirihlutinn í dag að skoða þessi mál. Annað er það sem brennur á mér, hvort að Vinnumálastofnun sé farinn að gera eitthvað í málum erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Það er skrýtið hverning mál eru í öllum fjölmiðlum í ákveðinn tíma og hverfa svo og enginn sem fylgir því eftir hvort að verið sé að vinna í málunum, eða taka á þeim málum sem upp koma.
Takk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)