Hvað skal gera
12.9.2007 | 12:42
Jæja þá
Nú er spurning hvort að íslenskir launamenn ætli ekki að fara að láta heyra í sér varðandi næstu kjarsamninga og hvað ykkur finnist um þær hækkanir sem hafa orðið á síðustu árum, bæði hjá ráðamönnum okkar þjóðar og fasteignaverð og fl. Er ekki rétt að fara að rifja upp hvað hefur gerst á tímum þjóðarsáttar og stöðugleika sem verið er að reyna að halda. Það er einmitt á þessum tímamótum sem mikilvægt er að koma fram og segja sínar skoðanir. Bið ykkur að láta í ykkur heyra til þess að ykkar félög viti hvar á að taka á hlutum og hvaða hlutir eru í forgang.
Takk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)