Framför ?
22.1.2008 | 19:31
Ég myndi segja það já.
Þrátt fyrir að tapið væri stórt þá komumst við niður í 2ja marka mun en vantaði stöðuleika, því að við misstum það niður aftur.
En það var ágætt að horfa á leikinn og margt sem var betra en áður en það er alveg einkennilegt að ekki skuli vera til fleiri skyttur sem geta skorað utan af velli. Það er eitthvað sem í hópinn vantar, allavega eru þeir sem eiga að sinna því ekki að standa sig sem skildi.
Margir af þessum strákum eru mjög góðir spilarar en hafa ekki náð sér á strik.
![]() |
EM: Átta marka tap gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers eigum við Reykvíkingar að gjalda ?
22.1.2008 | 19:24
Það er alveg ljós miðað við atburði gærdagsins og dagsins í dag að það er ekki hægt að treysta neinum sem kosinn er. Það sem skiptir máli fyrir þá sem eru kjörnir, allavega í síðustu borgarstjórnarkosningum er að fá völd og stöður og nóg af þeim. Hvað skildi þetta nú allt saman kosta okkur borgarbúa ? Við erum að lenda í því að vera með 3 aðila á Borgarstjóralaunum, sem er sennilega ansi dýrt spaug. Þá er kannski rétt að vera ekki að velta sér upp úr þeirri stöðu sem er í gangi á leikskólum og í aðhlynningu. Bara einbeita sér að því að ná völdum. Það er búið að skilja að grunn og leikskólasvið, búið að sameina það aftur að ég held og verður það kannski skilið í sundur aftur. Er ekki rétt að einbeita sér að því sem þarf að laga sem snýr að þjónustu við borgarbúa.
Tel að það sé brýnna en að laga þá stöðu sem er og kannski á að breyta fyrirkomulaginu á því sem nú er ? Er það ekki eitthvað sem allir velta fyrir sér, eða kannski bara að færa sig um set.
Get ekki séð að þetta þjóni hagsmunum okkar sem búum í Reykjavík heldur eingöngu þeirra sem eru að vinna á þessum vettvangi. Það var mikið rætt um að Björn Ingi hefði verið óheiðarlegur gagnvart sjálfstæðisflokknum, og hvað gera þeir nú ? Stíga enn lengra og eru að nýta sér veikleika annara og bjóða gull og græna skóga til að komast til valda. Það er ekki gott, en kemur ekki á óvart þegar maður veltir upp því sem hann stendur fyrir. Björn Ingi er einstaklingur sem var ekki sáttur við stöðu mála sem verið var að vinna að , en að heill flokkur með hjálp foringjans, skuli leggjast svona lágt er þeim ekki til framburðar. Tel að þetta skaði mikið og spyr mig. Myndi ég kjósa svona fólk ? Svarið er nei. Ef að ekki er hægt að vera heiðarlegur þá er ekki hægt að veita umboð til að vinna að hagsmunum manns. Það eru bara þeirra eigin hagsmunir sem skipta máli.
Skítt.
![]() |
Mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)