Gott að vita til þess að stjórnvöld á Íslandi láta sér standa á sama.

 Er málið að það á að banna fólki og/eða  fyrirtækjum sem eiga peninga að koma þeim í öruggar hendur, eða í banka erlendis. Það á að láta landann vera með sinn lífssparnað og aðrar eigur áfram í rústum bankanna á Íslandi og ef að einhver vill færa þá úr landi þá er það Davíð konungur Seðlabankans sem stjórnar því hvort að það má eða ekki. Samkvæmt mínum viðskiptabanka á Íslandi þá þarf að sækja um að fá að millifæra peninga erlendis og það tekur 1-2 daga að sækja um. (Sjá eftirfarandi)

 Sökum breyttra aðstæðna á gjaldeyrismarkaði þarf að sækja um yfirfærslu á gjaldeyri. Ferlið tekur einn til tvo virka daga frá því að sótt er um greiðslu og þar til hún fer af stað. Skortur er á gjaldeyri í landinu og því er ekki öruggt að allar umsóknir séu samþykktar.

Hvað með fjölskyldur eins og mína sem fær greiðslur frá Íslandi, bý í Danmörku. Á ég að svelta í hel ? Það er ekki mikið sem að ég fæ fyrir peningana mína í dag. Veit að ég hefði misst allt mitt á Íslandi, en hér get ég lifað þó að naumt sé. Og nú er það undir Seðlabankanum komið hvort að ég fæ aur eða ekki. Skil ég það rétt.


mbl.is Frumvarpið vottur um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband