Skyldu þeir hafa sungið Stál og hnífur ?
20.2.2008 | 23:13
Það væri djókur dauðanns að þeir syngju það saman. Held að Bubbi sé að verða svolítið blár í annan fótinn. Allavega er ekki sami kraftur í söngtextum hans og lítið um ádeilur.
Bubbi er samt kóngurinn og ég væri til í að syngja með honum hvenær sem er. Þá í þágu SÁÁ
![]() |
Sungið gegn fordómum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er á fleiri stöðum en í Samherja sem herjar að Þorsteini !
20.2.2008 | 17:28
![]() |
Tímar hagræðingar, ráðdeildar og sparnaðar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn eitt áfallið fyrir sjávarútveginn!
20.2.2008 | 17:19
Hvað segir það um þá fiskveiðistefnu sem verið hefur og þá sem stýra henni ? Hver er ábyrgur ? Eru það stjórnarflokkarnir eða hvað ? Maður spyr sjálfan sig hvort að þeir sem hafa verið að gagnrýna þessi mál hafi ekki haft eitthvað til síns máls og hvað gerist þá núna. Erum við að horfa fram á enn frekari uppsagnir í fiskinum ?
Viðurkennum við ekki að það þarf að skoða stefnu okkar í þessum málum sem stýrt er að Sjálfstæðisflokknum. Er hann að missa tökin þarna líka eins og gerðist í borginni ?
Ég bara spyr ?
![]() |
Leggja til loðnuveiðistöðvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erum við að lenda í því að samningar verði felldir??????
20.2.2008 | 13:57
Maður spyr sig að því eftir þau ummæli sem verið hafa um nýgerða kjarasamninga á almennum markaði hjá stjórnarandstöðunni. Ætlar Steingrímur J. að láta fella samningana vegna þess að hann er ekki sáttur við aðgerðir stjórnvalda ? Ég hef komið að gerð samninga í nokkurn tíma sem stafsmaður hjá fyrirtæki og samið um kaup og kjör fyrir samstarfsmenn mína og misjafnt hefur það gengið. Ég kom að málum núna sem starfsmaður verkalýðshreyfingarinnar og tel að gerðir hafi verið nokkuð tímamótasamningar að vissu leyti, ef tekið er tillit til aðstæðna sem verið er að spá í þjóðfélaginu og miðað við það ástand sem verið hefur á verðbólgunni. Markmið um hækkun lægstu launa og lækkun á verðbólgu eru skýr og ef að þau eru ekki að skila sínu þá er hægt að segja samningnum upp eða bæta inn viðbót og framlengja hann. Ég hefði haldið að það ætti að vera hlutverk launafólksins að meta samningana og segja sitt álit í kosningu um þá. Það er alveg ljóst að sú gagnrýni sem Steingrímur J. er með á rétt á sér að því leyti að vissulega mátti koma stærra útspil í skattamálin en það er svo margt annað sem er gott að ekki á að einblína á það sem betur mátti fara. Kannski er það vegna þess að hann er ekki að njóta mikils ávinnings í barnabótum, vaxtabótum eða húsaleigubótum. Það er hins vegar að gera hinum almenna launamanni helling, að ég tel. Ég er alveg gáttaður á óábyrgu tali alþingismann og formanns stjórnmálaflokks í þá veru að brjóta niður þá vinnu sem aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt upp með, með það að leiðarljósi að viðhalda stöðuleika, auka kaupmátt og minnka verðbólgu. Samkvæmt spurningu dagsins í Fréttablaðinu, sem er hvort að fólk sé ánægt með nýgerðan kjarasamning. Þá eru 54 % ekki sátt og ég spyr, hefur það fólk séð hvað samningurinn inniheldur með öllu sem komið er, eða er það að mynda skoðun byggða á umræðum síðustu daga. Félögin sem skrifuðu undir samningana eru að kynna þá fyrir félagsmönnum, með fundum og í lesefni og tel ég að við eigum að láta það gerast fyrst áður en farið er að ræða þessa hluti á þann hátt sem gert er. Ekki tel ég að Steingrímur sé að hugsa um fólkið, heldur er hann að reyna að sinna sínu starfi sem þingmaður í stjórnarandstöðu og ber hann mikla ábyrgð sem slíkur. Því segi ég, leyfum aðilum vinnumarkaðar að kynna samninginn og látum fólkið sem hann tekur til segja sitt. Síðan má stjórnarandstaðan taka málið upp og gera atlögu að því sem hún telur miður. Látum ekki aðra taka afstöðu í okkar málum. Tökum þátt í kosningum og látum okkar skoðun í ljós.
Takk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki málið að bíða með fréttir af svona málum !!
20.2.2008 | 13:27
![]() |
Óttast ekki fjöldauppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)